Innlent

Mannslát: Ekkert bendir til árásar

Göngustígurinn sem maðurinn fannst á.
Göngustígurinn sem maðurinn fannst á.

Ekkert bendir til þess að karlmaður sem lést í Grafarholti í morgun hafi orðið fyrir árás sem leiddi til andláts hans.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá verður maðurinn krufinn í fyrramálið en niðurstaða úr þeirri rannsókn ætti að liggja fyrir um hádegisbilið á morgun.

Lögregluna grunar að maðurinn hafi látist vegna veikinda en erfitt sé að leggja mat á það fyrr en eftir krufningu.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, fannst látinn á göngustíg í Grafarholtinu snemma í morgun. Það var vegfarandi sem kom að honum og lét lögregluna vita um manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×