Innlent

Fyrsta hrefnan gefin fátækum

Aðalheiður Franzdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd tóku á móti Gunnari Jóhannssyni.
Aðalheiður Franzdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd tóku á móti Gunnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva

Útgerð og áhöfn hrefnuveiðibátsins Drafnar RE gaf Mæðrastyrksnefnd fyrstu veiddu hrefnu skipsins á yfirstandandi vertíð í gær. Hrefnuveiðimenn ehf. sáu um að koma kjötinu í neytendaumbúðir. Hrefnan gaf af sér um 800 kíló af kjöti.

Gunnar Jóhannsson segir ástæðu gjafarinnar fyrst og fremst vera að styðja við bakið á því góða starfi sem nefndin hefur unnið fyrir þá sem þurfi eru. „En við viljum jafnframt vekja athygli fólks á þeirri matarkistu sem við eigum hér, og að enginn þurfi að svelta ef hann ber sig eftir björginni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×