Innlent

Hreiðrar um sig á flotbryggju

Liggur á eggjum Kollan hefur komið sér vel fyrir í skjóli loftpressu og krana.
Liggur á eggjum Kollan hefur komið sér vel fyrir í skjóli loftpressu og krana. mynd/ása stefánsdóttir

Verið er að setja niður flotbryggju ásamt landgangi í fjörunni við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Við framkvæmdirnar er notaður stór krani og loftpressa með tilheyrandi hávaða og umferð manna.

Virðist þetta ekki hafa áhrif á æðarkollu sem gerði sér hreiður á miðju byggingasvæðinu og liggur hin rólegasta á eggjum sínum.

Ólafur K. Nielsen líffræðingur segir þessa hegðun alls ekki óvanalega hjá æðarfuglinum. Hann segir kolluna skynja öryggi í návist mannsins og hans umferð að því leytinu til að hún heldur vörgum frá.

Ólafur segir þetta vera alþekkt með þessa tegund fugla og tekur fram að á Grænlandi eigi kollurnar það til að verpa í návist sleðahunda sem eru afar hættulegir fuglunum séu þeir ótjóðraðir. En þeir ná ekki til hreiðursins og geltið í þeim heldur frá vargi eins og tófu og ránfugli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×