Innlent

Árni Þór Sigurðsson: Ég er ekki frú

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Mynd/Pjetur

„Forseti vekur athygli þingmannsins á að sá forseti sem hér stendur er ekki orðinn frú ennþá," sagði Árni Þór Sigurðsson, varaforseti Alþingis, þegar hann gerði athugasemd við ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Í umræðum um störf þingsins þar sem Þórunn gerði athugasemdir við ræður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um styrki til stjórnmálaflokkanna kallaði hún sitjandi forseta Alþingis fjórum sinnum frú.

„Hæstvirtur forseti gæti náttúrlega vel verið frú en hæstvirtur herra forseti er hann samt. Ég biðst forláts á því," sagði Þórunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×