Fleiri fréttir

Sigrún Elsa: „Þetta er bara kjaftæði og ekki boðlegt“

„Við spurðum um þetta í janúar og ítrekað í borgarráði" segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar, um yfirvofandi gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar á heitu vatni. Fréttablaðið greindi frá því í dag að það standi til að hækka verð á heitu vatni um 37 prósent á næstu fimm árum.

Fatlaðir stofna útvarpsstöð

Hreyfihamlaðir hafa stofnað útvarpsstöðina Ö-FM 106,5. Hún fór í loftið 1. júní og verður starfrækt í tvo mánuði.

Sennilega krafist gæsluvarðhalds yfir bústaðaþjófum

Búast má við því að lögreglan á Akranesi krefjist gæsluvarðhalds yfir meintum innbrotsþjófum sem eru grunaðir um að hafa brotist inn í rúmlega 30 sumarbústaði í Borgarfirði auk þess sem þeir eru grunaðir um að hafa framið skemmdarverk á þeim.

Mikilvægt að horfa til framtíðar

Á fundi leiðtoga aðildarríkja Eystrasaltsráðsins í gær voru efnahagsmál og styrking svæðisbundins samstarfs í forgrunni. Samþykkt var yfirlýsing af hálfu leiðtoganna um framtíðarsýn fyrir Eystrasaltssvæðið undir yfirskriftinni Vision 2020. Meginefni hennar er aukin samkeppnishæfni í svæðisbundnu samstarfi, á umhverfisvænum grunni og með félagsleg markmið að leiðarljósi.

Færri vistrými fyrir aldraða

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um stofnanaþjónustu og dagvistir aldraðra árið 2009 en í desember það ár voru vistrými alls 3.369, þar af voru hjúkrunarrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum alls 2.315 eða 68,7% vistrýma.

Ítarlegur gagnabanki um einstaklinga

Persónuvernd Rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila eins og hún er áætluð í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi veldur Persónuvernd áhyggjum í ljósi ákvæðis í stjórnarskránni um friðhelgi einkalífs.

Braust inn í bíla á Huldubraut

Lögreglan handtók unga konu á Huldubraut í Kópavogi í nótt en hún er grunuð um að brjótast inn í tvo bíla í götunni. Tilkynnt var um innbrotin og hafði fartölva meðal annars verið tekin úr öðrum bílnum. Þegar lögregla var á vettvangi ók konan framhjá lögreglumönnunum sem ráku augun í fartölvu í bílnum sem svipar til þeirrar sem stolið hafði verið. Konan var því stöðvuð og færð á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Hættir útgerð vegna veiðibanns ráðherra

„Þetta þýðir einfaldlega að mín heimamið eru horfin með öllu og við þurfum að hætta útgerð,“ segir Ómar V. Karlsson, útgerðarmaður á Hvammstanga, sem gerir út dragnótarbátinn Hörpu HU.

Betri karfaveiði en síðustu ár

Aflabrögð hafa verið mjög góð á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg undan­farnar vikur. Skip HB Granda hafa veitt vel og má heita að full vinnsla hafi verið um borð í skipunum frá fyrsta degi vertíðarinnar, eins og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Meirihluti myndaður í Grindavík

Framsóknar- og sjálfstæðismenn í Grindavík mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Í yfirlýsingu er því heitið að starfa saman í fullum trúnaði og hafa hagsmuni allra Grindvíkinga að leiðarljósi. Þá segjast oddvitar flokkanna vilja eiga gott samstarf við alla kjörna bæjarfulltrúa þar sem sjónarmið allra flokka eigi greiðan aðgang. Starf bæjarstjóra verður auglýst.

Þeir skutu á sofandi fólk

„Þeir skutu á sofandi fólk,“ segir sænski rithöfundurinn Henning Mankell, höfundur bókanna um lögregluforingjann Wallander. „Okkur var rænt.“

Enginn asi í stóru bæjarfélögunum

Viðræður fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu áfram í gær. Ágætur gangur mun vera í viðræðunum en menn segjast þó ætla að fara sér í engu óðslega.

Vændiskaupendur í felum

Aðeins einn sakborningur í vændiskaupamálinu svonefnda mætti í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál á hendur ellefu meintum vændiskaupendum voru þingfest í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins biðu einhverjir hinna sakborninganna í nágrenni dómhússins, þar sem verjendur þeirra höfðu gert þeim viðvart um að fjölmiðlar væru mættir í héraðsdóm.

Hestar hafa smitað menn

Þess eru dæmi erlendis að fólk hafi smitast af hestum af streptokokkasýkingu þeirri sem nú herjar á hross hér. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir, sem beinir því til hestafólks að hafa varann á vegna þessa.

Hækka þarf heitt vatn um 37 prósent

Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjaldskrá standa í stað.

Mál tengd Byr komin á borð saksóknara

Sex mál sem tengjast stjórnendum Byrs sparisjóðs hafa verið send sérstökum saksóknara og til Fjármálaeftirlits. Fyrrverandi stjórn Byrs vísaði málinu áfram skömmu fyrir yfirtöku ríkisins á sparisjóðnum í apríl, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Málin koma til viðbótar þeim málum sem tengjast Byr og þegar eru í skoðun hjá embættinu.

Telur landlækni geta borgað rannsóknina

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hafnar því með öllu að landlæknisembættið hafi ekki getað gert rannsókn á mannlegum mistökum innan íslenskra sjúkrahúsa vegna kostnaðar. Embættið hafi verið mjög vel haldið fjárhagslega á undanförnum árum.

Greiðslur Kjalar aftur skertar um 19 prósent

Lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðnum Kili, sem er í vörslu Landsbankans, hafa verið skertar um nítján prósent. Þetta var tilkynnt á ársfundi sjóðsins í síðustu viku. Greiðslur úr sjóðnum voru einnig skertar um nítján prósent í fyrra. Alls hefur skerðingin því numið 34,4 prósentum frá hruni. Halldór Kristinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir þetta vera beina afleiðingu af bankahruninu, þar sem sjóðurinn hafi tapað um 20 prósentum eigna sinna. „Tryggingafræðileg staða sjóðsins var neikvæð um 21 prósent og þá bar sjóðnum lagaleg skylda til að skerða réttindin,“ segir Halldór.

Auglýsandi afneitar gjaldeyrisbrotum

Seðlabankinn brást í gær við auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem óskað var eftir erlendum aðilum sem eigi íslenskar krónur, ríkisskuldabréf eða aðrar eignir á Íslandi.

Almenn fíkniefnaleit er ekki forvörn

Almenn fíkniefnaleit í framhaldsskólum getur ekki talist hluti af almennu forvarnastarfi framhaldsskólanna, að mati Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Hún hefur sent öllum skólastjórum framhaldsskóla bréf og tjáð þeim þá afstöðu sína.

Brutust inn í 30 sumarbústaði - einn í gæsluvarðhaldi

Lögreglumenn frá Akranesi og Borgarnesi hafa staðið í ströngu í dag og hafa flestallir lögreglumenn frá báðum stöðum verið við störf. Bíll frá sérsveit ríkislögreglustjóra tók að sér eftirlit og útköll í umdæmunum um tíma í dag svo lögreglumenn embættanna gætu sinnt þeim verkefnum sem leysa þurfti.

„Það er kominn tími á eitthvað nýtt í pólitíkinni“

„Það er kominn tími á eitthvað nýtt í pólitíkinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddiviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, á félagsfundi sem haldinn var í kvöld. Þar ræddi hann niðurstöður kosninganna og sagði að þær væru skellur fyrir flokkinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Nú fáum við sko ferðamennina aftur

Nú þegar að Eyjafjallajökull er hættur að gjósa líta Íslendingar björtum augum á framtíðina. Þjóðarátakið Inspired By Iceland, sem var sett af stað stuttu eftir að jökullinn fór að gjósa og truflaði ferðasamgöngur um allan heim, er ætlað að fá ferðamenn til að koma aftur til landsins.

Mikilvægt að bjóða erlendum blaðamönnum

„Við þurfum að segja fólki að við séum búin að vinna úr þeirri stöðu sem það telur að hér hafi verið uppi,“ segir Andrés Jónsson almannatengslafulltrúi um markaðsátakið „Inspired by Iceland“.

Lögreglan vinnur úr vísbendingum

Í kjölfar myndbirtingar fyrr í dag bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu allnokkrar vísbendingar um mennina tvo sem hún óskaði eftir að hafa tal af vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Nýr meirihluti á Vopnafirði

Búið er að mynda nýjan meirihluta á Vopnafirði. Það eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og N-listi, listi nýs afls sem náð hafa samkomulagi um að stjórnasveitafélaginu. K-listi framfara og félagshyggju var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en verður nú í minnihluta með tvo fulltrúa.

Forsætisráðherra með of lág laun

Meðallaun tuttugu stjórnenda hjá ríkisbankanum Landsbankanum með fríðindum og lífeyrisgreiðslum eru 950 þúsund krónur, eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi. Í nýlegum lögum um kjararáð er kveðið á um að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Þau eru 935 þúsund krónur á mánuði.

Sigmundur Ernir: Það þarf að flýta landsfundi

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn og forystu hennar hafa brugðist og því þurfi að flýta landsfundi og skerpa á pólitík flokksins. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna séu aðvörun sem taka beri alvarlega.

Stór rannsókn á áhrifum ösku á fólk

Nú þegar öskufall er að verða að daglegum viðburði á höfuðborgarsvæðinu og ekkert útlit fyrir endalok þess, fer fram stór rannsókn á vegum Landlæknisembættisins á áhrifum ösku á fólk.

Hvatning um lögbrot

Í Markaðnum fylgiriti Fréttablaðsins í dag birtist auglýsing þar sem auglýst er eftir erlendum aðilum sem eigi íslenskar krónur, ríkisskuldabréf eða aðrar eignir á Íslandi. Eru hlutaðeigandi beðnir að hafa samband í gegnum uppgefið netfang eða símanúmer, en auglýsingin er nafnlaus.

Meintur hrotti áfram í varðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og beitti hann ofbeldi. Manninum var í fyrstu gert að sitja í varðhaldi til 28. maí en það hefur verið framlengt til 24. júní.

Jón Gnarr gaf Degi The Wire

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins afhenti Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrstu þáttaröðina af bandarísku sjónvarpsþáttunum The Wire í gær. Jón setti það sem skilyrði um miðjan síðasta að forystumenn hugsanlegs samstarfsflokks hefðu séð þættina. Síðan þá hefur það verið ófrávíkjanleg krafa Besta flokksins að samstarfsflokkurinn hafi horft á þættina.

Gríðarleg vanskil hjá stóru bönkunum

Meira en 40 prósent heildarútlána þriggja stærstu viðskiptabankanna voru í 90 daga vanskilum, eða greiðslur þeirra þóttu ólíklegar í febrúar 2010. 18 prósent lána voru í skilum eftir fjárhagslega endurskipulagningu, en aðeins 39 prósent þeirra voru í skilum án endurskipulagningar. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabankans.

Smálán til ungmenna siðlaus

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir markaðssetningu smálánafyrirtækja til ungmenna siðlausa. Neytendasamtökin hafi ítrekað skorað á viðskiptaráðherra að bregðist við málinu en engin viðbrögð fengið

Dagur ræðir hvernig viðræður ganga

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, fer yfir niðurstöður kosninganna og segir frá því hvernig viðræðurnar við Besta flokkinn um hugsanlegt meirihlutasamstarf í Reykjavík gangi.

Tvær hópuppsagnir í maí

Tilkynnt var um 2 hópuppsagnir í maí 2010 þar sem alls 27 manns var sagt upp. Sumir þeirra verða endurráðnir. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

Lögreglustöð 4 brátt í eitt hús

Starfsemi lögreglustöðvar 4 verður brátt á sama stað en verkefnum á svæðinu er nú sinnt frá tveimur stöðum, lögreglustöðvunum á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ og Krókhálsi 5b í Reykjavík. Allir rannsóknarlögreglumenn stöðvarinnar hafa haft aðsetur á Völuteignum en þeir flytja sig fljótlega um set og fá rúmgóða aðstöðu á Krókhálsi 5a, segir í tilkynningu.

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Ráðherra svíkur dragnótamenn

„Það er ekki hægt að segja að það komi lengur á óvart, en okkur þykir það samt miður að enn á ný skuli Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ganga á bak orða sinna," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í frétt frá LÍÚ.

Krúttlegur kópur fæddist í Húsdýragarðinum

Landselsurtan Særún í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kæpti í nótt sprækum kópi. Kópurinn hóf sig strax til sunds með móður sinni og svamlar um í selalauginni gestum til mikillar gleði. Landselsurtur kæpa í látrum á landi og kóparnir líkjast fullorðnum selum mjög nema hvað auðvitað eru þeir minni. Umhyggja urtanna gagnvart kópum sínum er afskaplega sýnileg og mikið um knús þeirra á milli, segir í frétt frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Kyrrsetning eigna Skarphéðins Bergs felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir Skarphéðins, Jóns Ásgeir Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar yrðu kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 og grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við brot félagsins á lögum um virðisaukaskatt.

Borgarstjórn: Ólafur getur sjálfur óskað eftir lögreglurannsókn

Borgarfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna segja engar vísbendingar vera uppi um að flokkarnir hafi með neinum hætti brotið lög eða gengið gegn skyldum þeirra til að upplýsa um fjármál sín. Vilji Ólafur að fram fari lögreglurannsókn á styrkjum til flokkanna getur hann óskað eftir því á eigin ábyrgð, að mati borgarfulltrúanna.

Sjá næstu 50 fréttir