Innlent

Fatlaðir stofna útvarpsstöð

„Hreyfihamlaðir er miklu svalari en ófatlaðir," segir Andri Valgeirsson, nýbakaður útvarpsmaður.
„Hreyfihamlaðir er miklu svalari en ófatlaðir," segir Andri Valgeirsson, nýbakaður útvarpsmaður.
Hreyfihamlaðir hafa stofnað útvarpsstöðina Ö-FM 106,5. Hún fór í loftið 1. júní og verður starfrækt í tvo mánuði.

„Við erum að bæta ímynd hreyfihamlaðra með húmorinn að vopni. Við snúum gildum samfélagsins á haus. Hreyfihamlaðir eru miklu svalari en ófatlaðir," segir Andri Valgeirsson, nýbakaður útvarpsmaður.

Hópur fatlaðra sem kallar sig Götuhernaðurinn stendur á bakvið útvarpsstöðina. Hann hefur frá árinu 2006 haldið úti heimasíðu þar sem þeir gera óspart grín að fötluðum. Þeirri síðu verður haldið úti samhliða útvarpsrekstrinum.

Götuhernaðurinn er afkvæmi ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×