Innlent

Mikilvægt að bjóða erlendum blaðamönnum

Andrés Jónsson segir að auglýsingar virki.
Andrés Jónsson segir að auglýsingar virki.
„Við þurfum að segja fólki að við séum búin að vinna úr þeirri stöðu sem það telur að hér hafi verið uppi," segir Andrés Jónsson almannatengslafulltrúi um markaðsátakið „Inspired by Iceland".

Hann telur að flestir útlendingar sem hugsi til Íslands telji sig hafa tvennt á hreinu um landið; að hér séu allir blankir og að hér sé allt í ösku. Þeir sem markaðssetji Ísland fyrir ferðamenn koma þeim skilaboðum áleiðis að búið sé að vinna úr þessari stöðu í stað þess að afneita henni. Andrés ræddi um markaðsátakið í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sagði Andrés að auglýsingar hefðu verið nýttar í mörgum heimsálfum til að vekja athygli ferðamanna. Það væri vísbending um að auglýsingar virkuðu.

Andrés sagðist líka hafa trú á þeirri aðferð að bjóða hingað til lands blaðamönnum og kynna fyrir þeim það sem væri í boði fyrir ferðamenn. „Flugfélögin hafa verið að gera það og Ferðamálastofa líka. Það er tiltölulega ódýr leið og ég veit að partur af þessu markaðsátaki sem er núna í gangi er að fjölga þeim blaðamönnum sem hingað koma," sagði Andrés.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×