Innlent

Jón Gnarr gaf Degi The Wire

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins afhenti Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrstu þáttaröðina af bandarísku sjónvarpsþáttunum The Wire í gær. Jón setti það sem skilyrði um miðjan síðasta mánuð að forystumenn hugsanlegs samstarfsflokks hefðu séð þættina. Síðan þá hefur það verið ófrávíkjanleg krafa Besta flokksins að samstarfsflokkurinn hafi horft á þættina.

„Mér finnst það fara mikið eftir því hverjir hafi séð sjónvarpsþættina The Wire," sagði Jón í samtali við Vísi 17. maí. Þegar samningaviðræður Samfylkingarinnar og Besta flokksins um meirihlutasamstarf hófust kom í ljós að Dagur hafði ekki séð þættina, en Jón sagði Dag hafa gert það óviljandi.

The Wire eru margslungnir bandarískir sjónvarpsþættir sem gerast í Baltimore í Maryland og fjalla á raunsæjan hátt um hina ýmsu þætti samfélagsgerðarinnar þar í borg. Þeir voru frumsýndir árið 2002 og luku göngu sinni 2008 eftir að sextíu þættir höfðu verið framleiddir í alls fimm þáttaröðum. Sýningar á fimmtu þáttaröðinni hefjast einmitt klukkan 22.10 á Stöð 2 á morgun.Hagkaup auglýsir þættina í Fréttablaðinu í dag.

Í kjölfar umtalsins um The Wire ákvað Hagkaup að auglýsa þættina með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag.

Tengdar fréttir

Hvað er eiginlega The Wire?

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega?

Þreifingar byrjaðar í Reykjavík

Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti.

Skilyrði fyrir samstarfi að viðkomandi hafi horft á The Wire

„Ég bjóst við meiru. Það var sjokkerandi að heyra að það væru ekki fleiri að kjósa Besta flokkinn,“ segir Jón Gnarr sem er ótvíræður sigurvegari í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Stöð 2 greindi frá en þar kemur í ljós að Besti flokkurinn nær 6 fulltrúum inn í borgarstjórn fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.