Innlent

Nýr meirihluti á Vopnafirði

Frá Vopnafirði
Frá Vopnafirði Mynd/Vopnafjordur.is

Búið er að mynda nýjan meirihluta á Vopnafirði. Það eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og N-listi, listi nýs afls sem náð hafa samkomulagi um

að stjórnasveitafélaginu. K-listi framfara og félagshyggju var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en verður nú í minnihluta með tvo fulltrúa.

Guðrún Anna Guðnadóttir, sveitastjórnarfulltrúi N-listans, segist lítast mjög vel á meirihlutasamstarfið. „Þetta er mjög jákvætt. Meirihlutinn er allur mjög sáttur og við vonum að við getum starfað vel saman. Það er ósk okkar allra." Hún segist ekki hafa heyrt annað en að bæjarbúar séu sáttir með nýja meirihlutann. „Þetta var nú bara að klárast í dag, en ég hef ekki heyrt annað en fólk sé almennt ánægt með þetta."

Meirihlutinn ætlar að ræða við Þorstein Steinsson, núverandi sveitarstjóra um að hann gegni starfinu áfram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×