Innlent

Kyrrsetning eigna Skarphéðins Bergs felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir Skarphéðins, Jóns Ásgeir Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar yrðu kyrrsettar. Þeir voru allir í forsvari fyrir FL Group á árunum 2006 og 2007 og grunaðir um refsiverða háttsemi í tengslum við brot félagsins á lögum um virðisaukaskatt.

Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á beiðnina og voru fasteignir og bifreið Skarphéðins í framhaldinu kyrrsettar. Hann fór fram á að kyrrsetning eignanna yrði felld úr gildi og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna meintra brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir því að eignir Skarphéðins væru kyrrsettar.


Tengdar fréttir

Veit ekki til þess að eignir verði kyrrsettar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group, gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 frá í gær um kyrrsetningu eigna stjórnarmanna félagsins. Hann viti ekki til þess að standi til að skattrannsóknarstjóri hyggist kyrrsetja eignir hans.

Búið að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar

Búið er að kyrrsetja eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar hér á landi. Eignir þeirra hrökkva ekki upp í kyrrsetningarbeiðni Skattrannsóknarstjóra og munar þar rúmlega tvöhundruð milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×