Innlent

Forsætisráðherra með of lág laun

Meðallaun tuttugu stjórnenda hjá ríkisbankanum Landsbankanum með fríðindum og lífeyrisgreiðslum eru 950 þúsund krónur, eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi. Í nýlegum lögum um kjararáð er kveðið á um að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Þau eru 935 þúsund krónur á mánuði.

Landsbankinn er að stærstum hluta í eigu ríkisins. Bankamenn ríkisins eru því hærra launaðir en forsætisráðherra.

Í lögum um Kjararáð kemur fram að forsætisráðherra eigi að vera hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisins, samt eru stjórnendur ríkisfyrirtækja og æðstu embættismenn, t.d seðlabankastjóri, með töluvert hærri laun.

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segist ekki geta dæmt um hvort bankastarfsmennirnir séu með of há laun.

„En ég ætla að leyfa mér að segja að forsætisráðherra og ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu með of lág laun. Það er vandamál," segir Vilhjálmur meðal annars.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×