Innlent

Betri karfaveiði en síðustu ár

Örfirisey og Þerney, eins og önnur Grandaskip, verða bundin við bryggju um helgina í tilefni sjómannadagsins.
Örfirisey og Þerney, eins og önnur Grandaskip, verða bundin við bryggju um helgina í tilefni sjómannadagsins. fréttablaðið/valli
Aflabrögð hafa verið mjög góð á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg undan­farnar vikur. Skip HB Granda hafa veitt vel og má heita að full vinnsla hafi verið um borð í skipunum frá fyrsta degi vertíðarinnar, eins og fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins.

Togarar HB Granda fóru fyrr til veiðanna en síðustu tvö ár vegna lakari kvótastöðu í karfa og þorski á heimamiðum en oftast áður.

Skipstjórar telja að það sé meira af karfa á Hryggnum í ár en undanfarin ár. Um 50 skip, innlend sem erlend, eru að veiðum á afmörkuðu svæði í nágrenni íslensku lögsögumarkanna. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×