Hækka þarf heitt vatn um 37 prósent 3. júní 2010 06:00 Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjaldskrá standa í stað. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmiðunum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. Unnið hafi verið að útreikningum miðað við lánasamsetningar og fleira og þeirri vinnu hafi lokið í síðustu viku. Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær, en þær eru svar við fyrirspurn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR, sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi. Spurður hvers vegna upplýsingarnar koma fram þremur dögum eftir kosningar segir hann það einfaldlega vera vegna þess að vinnu hafi ekki lokið fyrr. Ágætt hefði verið ef þær hefðu legið fyrir þegar kosið var á laugardag, en það hafi ekki náðst. Vissulega hefði verið hægt að setja meiri kraft í vinnuna, en það hafi ekki verið gert. „Ég hef rætt það inni í borgarráði að auka þurfi handbært fé og ég er ekkert að fela þetta. Fjárþörfin lá fyrir en ekki var búið að reikna ítarlega út hve mikið þyrfti að hækka gjaldskrá til að ná markmiðum heildarstefnu Orkuveitunnar." Guðlaugur minnir á að það hafi verið samhljóða niðurstaða fulltrúa meiri- og minnihluta í aðgerðarhópi að hækka gjaldskrár ekki meira á nýliðnu kjörtímabili. Við það hafi verið staðið og því sé það verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirhugaðar hækkanir.- kóp Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjaldskrá standa í stað. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmiðunum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. Unnið hafi verið að útreikningum miðað við lánasamsetningar og fleira og þeirri vinnu hafi lokið í síðustu viku. Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær, en þær eru svar við fyrirspurn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR, sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi. Spurður hvers vegna upplýsingarnar koma fram þremur dögum eftir kosningar segir hann það einfaldlega vera vegna þess að vinnu hafi ekki lokið fyrr. Ágætt hefði verið ef þær hefðu legið fyrir þegar kosið var á laugardag, en það hafi ekki náðst. Vissulega hefði verið hægt að setja meiri kraft í vinnuna, en það hafi ekki verið gert. „Ég hef rætt það inni í borgarráði að auka þurfi handbært fé og ég er ekkert að fela þetta. Fjárþörfin lá fyrir en ekki var búið að reikna ítarlega út hve mikið þyrfti að hækka gjaldskrá til að ná markmiðum heildarstefnu Orkuveitunnar." Guðlaugur minnir á að það hafi verið samhljóða niðurstaða fulltrúa meiri- og minnihluta í aðgerðarhópi að hækka gjaldskrár ekki meira á nýliðnu kjörtímabili. Við það hafi verið staðið og því sé það verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirhugaðar hækkanir.- kóp
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira