Innlent

Hestar hafa smitað menn

Sóttvarnalæknir minnir þá, sem umgangast veik hross, á hreinlæti.
Sóttvarnalæknir minnir þá, sem umgangast veik hross, á hreinlæti.
Þess eru dæmi erlendis að fólk hafi smitast af hestum af streptokokkasýkingu þeirri sem nú herjar á hross hér.

Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir, sem beinir því til hestafólks að hafa varann á vegna þessa.

„Fræðibækur segja að þetta smit sé ekki algengt milli hesta og manna. En það getur og hefur komið fyrir og í sumum tilvikum hefst meiri háttar sýking upp úr því," útskýrir Haraldur.

Það er bakterían Streptococcus equi Zooepidemicus sem greinst hefur í sumum þeirra hrossa sem sýkst hafa af hóstapestinni sem getur einnig valdið sýkingum í fólki. Þótt slíkar sýkingar séu fátíðar er fólk sem umgengst veika hesta samt hvatt til að gæta fyllsta hreinlætis, að sögn Haraldar.

Mikilvægast er að fólk þvoi sér vel um hendur eftir að hafa sinnt hrossunum og noti andlitsgrímur. Fái fólk sem umgengst oft hesta hita og hálssærindi ætti það að leita læknis. Hægt er að staðfesta sýkingu með hálsræktun. Læknir metur hvort ástæða sé til meðhöndlunar.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×