Fleiri fréttir Tilkynnt um lík í höfninni í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á sjötta tímanum í dag tilkynning um að lík væri á floti í höfninni við Hafnarfjörð. Lögreglumenn eru á vettvangi en ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 6.5.2010 18:53 Annar maður handtekinn Nú síðdegis handtók sérstakur saksóknari einn mann til viðbótar í tengslum við sömu rannsókn og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var handtekinn í dag. Hreiðar er grunaður um fjölmörg brot í starfi. 6.5.2010 18:30 Tveggja ára börnum tryggð leikskólavist í Reykjavík Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík svo hægt sé að bjóða öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss í haust eins og stefna og starfsáætlun Reykjavíkurborgar kveður á um. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, lagði tillöguna fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. 6.5.2010 17:33 Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á sjötugsaldri, Vilhjálmur Kristinn Skaftason, var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa veist að konu á heimili sínu og nauðgað henni í ágúst í hitteðfyrra. 6.5.2010 17:15 Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur Íslands staðfestir dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota stúlku þegar hún var tólf og þrettán ára gömul. 6.5.2010 17:10 Tóku myndir af pyntingum Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og neyddi hann meðal annars til þess að stela verkfæratösku. 6.5.2010 16:59 Benni Ólsari dæmdur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag Benjamín Þ. Þorgímsson í tveggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. 6.5.2010 16:53 Gömlu olíufélögin þurfa að greiða Vestmannaeyjum 14 milljónir Ker hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. skulu greiða Vestmannaeyjabæ rúmar 14 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts samráðs á eldsneyti. 6.5.2010 16:44 Hreiðar gæti átt 8 ára fangelsi yfir höfði sér Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi veðri hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um. Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Má í dag eftir skýrslutökur. 6.5.2010 16:29 Enn leitað að Eric Ferðamaðurinn Erci John Burton er enn ófundinn en hann snéri ekki til baka eftir að hafa farið í hraðbanka í gærkvöldi. Eric er lungnasjúkur og kemst ekki langt án súrefniskúts. Um það bil 80 björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar leita að honum. 6.5.2010 16:14 Hreiðar Már handtekinn vegna gruns um fjölmörg brot Til grundvallar á handtöku sérstaks saksóknara í dag liggur grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti, þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks gegn hlutafélagalögum. 6.5.2010 15:33 Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns. 6.5.2010 15:15 Sérstakur saksóknari handtók Kaupþingsstjórnanda Sérstakur saksóknari handtók í hádeginu í dag karlmann i tengslum við rannsókn á málefnum Kaupþings. Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvaða einstakling ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um einn af æðstu stjórnendum gamla bankans að ræða. 6.5.2010 15:00 Álftnesingar óskuðu eftir sameiningu við Reykjavík Bæjarstjórnin á Álftanesi hefur farið fram á viðræður við Reykjavík um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Erindi þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Sú beiðni byggir á niðurstöðum almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Álftaness. Borgarráð frestaði að taka afstöðu til beiðni Álftaness þar til væntanlegar borgarstjórnarkosningar hafi farið fram. 6.5.2010 14:38 Rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg samþykkt „Við þurfum að endurheimta traust almennings og því liggur beint við að skipa rannsóknarnefnd. Og þá dugir enginn kattaþvottur,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, en tillaga hans um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd yfir Reykjavík, var samþykkt á Borgarráðsfundi í dag. 6.5.2010 14:35 Gríðarlega fjölmenn leit að Eric Um það bil 80 lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leita nú að Eric John Burton. Hann ætlaði að fara gangandi í hraðbanka um klukkan níu í gærkvöldi en skilaði sér aldrei til baka. 6.5.2010 14:09 Segja stjórnarformann gagnavers sitja beggja vegna borðsins Stjórnarformaður Verne Holdings, Vilhjálmur Þorsteinsson, sem vill reisa gagnaver í Reykjanesbæ, er einnig formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkustefnu. Þetta kemur fram í áliti minnihluta iðnaðarnefndar sem Hreyfingin sendi frá sér en í álitinu segir ennfremur: 6.5.2010 13:30 Vilja afnema sérréttindi trúfélaga Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að dóms- og mannréttindaráðherra tryggi jafnrétti og jöfn tækifæri lífsskoðunarfélaga, jaft trúarlegra sem veraldlega. Í greinagerð með tillögunni segja þau að slíkum félögum sé mismunað með ýmsum hætti. 6.5.2010 13:22 Fundu hass og kannabis í Kópavogi Rúmlega 200 grömm af kannabisi og hassi fundust í húsleit í Kópavogi í gærkvöldi. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmdi leitina en þeir fundu einnig meint þýfi. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna málsins. 6.5.2010 13:10 Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6.5.2010 12:06 Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara í Borgarholtsskóla. Umsóknarfrestur rann út 3. maí síðastliðinn. 6.5.2010 11:24 Vilja að styrkþegar á þingi víki sæti Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna árið 2006 og til Alþingis árið 2007 víki sæti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem hljóðar svo: 6.5.2010 11:18 Jóhanna harðneitar að hafa gefið loforð um launahækkun bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vera dylgjur að hún hafi gefið fyrirheit um að laun seðlabankastjóra myndu hækka umfram það sem niðurstaða kjararáðs sagði til um. 6.5.2010 11:02 Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stinga fertuga konu Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga rétt rúmlega fertuga konu í brjóstið. Maðurinn á að hafa veitt konunni áverkana í apríl á síðasta ári. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins í Reykjavík. 6.5.2010 10:39 Viðhorfskönnun bendir til að vátryggingasvik séu vandamál Að gefnu tilefni vilja Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við yfirlýsingu Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) um nýlega skoðanakönnun um viðhorf almennings til vátryggingasvika. 6.5.2010 09:38 Bílþjófar í Kópavogi Tilkynnt var um bílþjófnað í Kópavogi í nótt. Lögregla hóf eftirgrennslan og komst bíllinn í leitirnar. Fjórir einstaklingar sem voru í og við bílinn þegar lögreglu bar að garði voru handteknir og bíða þeir nú yfirheyrslu. 6.5.2010 07:42 Á 175 á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á Reykjanesbrautinni um klukkan tíu í gærkvöldi en hann hafði mælst á 175 kílómetra hraða. Þegar hann gaf upp nafn kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót og til að bæta gráu ofan á svart hefur lögreglan hann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. 6.5.2010 07:40 Eyjafjallajökull: Nýr fasi í gosinu Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli fór í um tíu kílómetra hæð yfir stöðinn um klukkan sex í gærkvöldi og hélst í þeirri hæð fram til klukkan hálfátta. Þá lækkaði hann á ný og hefur verið stöðugur í um sex kílómetra hæð. Gunnar Guðjónsson á Veðurstofu Íslands segir að töluverð gjóskuvirkni virðist vera á svæðinu og mökkurinn sýnist vera nokkuð dökkur. 6.5.2010 07:15 Lögreglan lýsir eftir manni, leit hafin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eric John Burton, Englendingi sem búsettur er hér á landi, en hann fór fótgangandi frá heimili sínu um klukkan níu í gærkvöldi. 6.5.2010 06:41 Svindlararnir halda illa fengnum hlut Þeir sem svíkja bætur út úr Tryggingastofnun ríkisins eru ekki krafðir um endurgreiðslu jafnvel þótt upp um þá komist. Að sögn Rögnu Haraldsdóttur, staðgengils forstjóra stofnunarinnar, er þetta vegna erfiðrar sönnunarfærslu þegar fólk skráir lögheimili á rangan stað. 6.5.2010 06:15 Spurningum er enn ósvarað Enn er ósvarað spurningum Persónuverndar til samgönguráðuneytisins frá árinu 2005 vegna hugmynda sem þá voru uppi um að nota GSP-ökurita til að safna upplýsingum um aksturslag og ferðir ökutækja hér á landi. 6.5.2010 06:00 Milljarðalán til LSH ef áætlanir standast „Þetta samkomulag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneytið hafa skrifað undir samkomulag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljónir króna í dráttarvexti. 6.5.2010 05:30 Sumarið er greinilega komið Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kuldakafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið. 6.5.2010 05:30 Ríkið verndar þá fjársterku Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu. 6.5.2010 05:15 Lögmenn minna dómara á hófsemi Lögmannafélag Íslands hefur sent formanni Dómarafélags Íslands bréf í tilefni af húsleitum sem dómarar hafa heimilað á lögmannsstofum eftir hrun. Afrit af bréfinu var sent dómsmálaráðherra. 6.5.2010 05:00 Staðreyndir þvælast fyrir Florence Kennedy er sérfræðingur í samningatækni. Hún segir góð samskipti, upplýsingar og hvatann að baki viðræðum mikilvægasta þátt þeirra. Í öllum viðræðum, þar með talið um Icesave, verði að ríkja traust. 6.5.2010 04:45 Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. 6.5.2010 04:30 Forgangur Ölfuss er fallinn úr gildi Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað ósk Ölfuss um að framlengja forgangsrétt verkefna í sveitarfélaginu að orku frá Hverahlíðarvirkjun. 6.5.2010 04:00 Minna rennsli frá Gígjökli Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag. 5.5.2010 19:34 Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5.5.2010 18:31 Suðurlandsvegur opinn Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsvegs og störfum lögreglu lokið á vettvangi. Vegfarendur eru beðnir að fara varlega en svarta þoka er á svæðinu. 5.5.2010 18:45 Barist um orkuna Sýnt þykir að samningar um kísilver í Þorlákshöfn nást ekki áður en forgangur sveitarfélagsins Ölfuss að orku Hverahlíðarvirkjunar rennur út í lok mánaðarins. Kapphlaup gæti þá hafist milli kísilversins og álversins í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrra til að tryggja sér orkuna. 5.5.2010 18:45 Vísindaráð sjúkrahússins á Akureyri stofnað Á ársfundi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag, var vísindaráð sjúkrahússins formlega stofnað og skipað í það. Í erindisbréfi vísindaráðs kemur fram að hlutverk þess sé að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu, móta vísindastefnu þess, bæði inn á við og gagnvart öðrum stofnunum, háskólastofnunum og einkafyrirtækjum. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, er formaður ráðsins. 5.5.2010 17:48 Starfsmenn ráðuneytisins hætti að nota bíla Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna. 5.5.2010 17:39 Þrír hljóta Rannsóknastyrk Bjarna Ben Þremur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða styrki til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði. 5.5.2010 17:34 Sjá næstu 50 fréttir
Tilkynnt um lík í höfninni í Hafnarfirði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á sjötta tímanum í dag tilkynning um að lík væri á floti í höfninni við Hafnarfjörð. Lögreglumenn eru á vettvangi en ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 6.5.2010 18:53
Annar maður handtekinn Nú síðdegis handtók sérstakur saksóknari einn mann til viðbótar í tengslum við sömu rannsókn og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var handtekinn í dag. Hreiðar er grunaður um fjölmörg brot í starfi. 6.5.2010 18:30
Tveggja ára börnum tryggð leikskólavist í Reykjavík Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík svo hægt sé að bjóða öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss í haust eins og stefna og starfsáætlun Reykjavíkurborgar kveður á um. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, lagði tillöguna fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. 6.5.2010 17:33
Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á sjötugsaldri, Vilhjálmur Kristinn Skaftason, var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa veist að konu á heimili sínu og nauðgað henni í ágúst í hitteðfyrra. 6.5.2010 17:15
Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur Íslands staðfestir dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota stúlku þegar hún var tólf og þrettán ára gömul. 6.5.2010 17:10
Tóku myndir af pyntingum Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og neyddi hann meðal annars til þess að stela verkfæratösku. 6.5.2010 16:59
Benni Ólsari dæmdur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag Benjamín Þ. Þorgímsson í tveggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. 6.5.2010 16:53
Gömlu olíufélögin þurfa að greiða Vestmannaeyjum 14 milljónir Ker hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf. skulu greiða Vestmannaeyjabæ rúmar 14 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmæts samráðs á eldsneyti. 6.5.2010 16:44
Hreiðar gæti átt 8 ára fangelsi yfir höfði sér Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi veðri hann fundinn sekur um þau brot sem hann er grunaður um. Sérstakur saksóknari handtók Hreiðar Má í dag eftir skýrslutökur. 6.5.2010 16:29
Enn leitað að Eric Ferðamaðurinn Erci John Burton er enn ófundinn en hann snéri ekki til baka eftir að hafa farið í hraðbanka í gærkvöldi. Eric er lungnasjúkur og kemst ekki langt án súrefniskúts. Um það bil 80 björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar leita að honum. 6.5.2010 16:14
Hreiðar Már handtekinn vegna gruns um fjölmörg brot Til grundvallar á handtöku sérstaks saksóknara í dag liggur grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti, þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks gegn hlutafélagalögum. 6.5.2010 15:33
Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns. 6.5.2010 15:15
Sérstakur saksóknari handtók Kaupþingsstjórnanda Sérstakur saksóknari handtók í hádeginu í dag karlmann i tengslum við rannsókn á málefnum Kaupþings. Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvaða einstakling ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um einn af æðstu stjórnendum gamla bankans að ræða. 6.5.2010 15:00
Álftnesingar óskuðu eftir sameiningu við Reykjavík Bæjarstjórnin á Álftanesi hefur farið fram á viðræður við Reykjavík um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Erindi þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Sú beiðni byggir á niðurstöðum almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Álftaness. Borgarráð frestaði að taka afstöðu til beiðni Álftaness þar til væntanlegar borgarstjórnarkosningar hafi farið fram. 6.5.2010 14:38
Rannsóknarnefnd yfir Reykjavíkurborg samþykkt „Við þurfum að endurheimta traust almennings og því liggur beint við að skipa rannsóknarnefnd. Og þá dugir enginn kattaþvottur,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, en tillaga hans um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd yfir Reykjavík, var samþykkt á Borgarráðsfundi í dag. 6.5.2010 14:35
Gríðarlega fjölmenn leit að Eric Um það bil 80 lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leita nú að Eric John Burton. Hann ætlaði að fara gangandi í hraðbanka um klukkan níu í gærkvöldi en skilaði sér aldrei til baka. 6.5.2010 14:09
Segja stjórnarformann gagnavers sitja beggja vegna borðsins Stjórnarformaður Verne Holdings, Vilhjálmur Þorsteinsson, sem vill reisa gagnaver í Reykjanesbæ, er einnig formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkustefnu. Þetta kemur fram í áliti minnihluta iðnaðarnefndar sem Hreyfingin sendi frá sér en í álitinu segir ennfremur: 6.5.2010 13:30
Vilja afnema sérréttindi trúfélaga Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að dóms- og mannréttindaráðherra tryggi jafnrétti og jöfn tækifæri lífsskoðunarfélaga, jaft trúarlegra sem veraldlega. Í greinagerð með tillögunni segja þau að slíkum félögum sé mismunað með ýmsum hætti. 6.5.2010 13:22
Fundu hass og kannabis í Kópavogi Rúmlega 200 grömm af kannabisi og hassi fundust í húsleit í Kópavogi í gærkvöldi. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmdi leitina en þeir fundu einnig meint þýfi. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna málsins. 6.5.2010 13:10
Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi. 6.5.2010 12:06
Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara Fjórtán manns sóttu um stöðu skólameistara í Borgarholtsskóla. Umsóknarfrestur rann út 3. maí síðastliðinn. 6.5.2010 11:24
Vilja að styrkþegar á þingi víki sæti Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna árið 2006 og til Alþingis árið 2007 víki sæti. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu sem hljóðar svo: 6.5.2010 11:18
Jóhanna harðneitar að hafa gefið loforð um launahækkun bankastjóra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það vera dylgjur að hún hafi gefið fyrirheit um að laun seðlabankastjóra myndu hækka umfram það sem niðurstaða kjararáðs sagði til um. 6.5.2010 11:02
Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stinga fertuga konu Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga rétt rúmlega fertuga konu í brjóstið. Maðurinn á að hafa veitt konunni áverkana í apríl á síðasta ári. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins í Reykjavík. 6.5.2010 10:39
Viðhorfskönnun bendir til að vátryggingasvik séu vandamál Að gefnu tilefni vilja Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við yfirlýsingu Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) um nýlega skoðanakönnun um viðhorf almennings til vátryggingasvika. 6.5.2010 09:38
Bílþjófar í Kópavogi Tilkynnt var um bílþjófnað í Kópavogi í nótt. Lögregla hóf eftirgrennslan og komst bíllinn í leitirnar. Fjórir einstaklingar sem voru í og við bílinn þegar lögreglu bar að garði voru handteknir og bíða þeir nú yfirheyrslu. 6.5.2010 07:42
Á 175 á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á Reykjanesbrautinni um klukkan tíu í gærkvöldi en hann hafði mælst á 175 kílómetra hraða. Þegar hann gaf upp nafn kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót og til að bæta gráu ofan á svart hefur lögreglan hann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. 6.5.2010 07:40
Eyjafjallajökull: Nýr fasi í gosinu Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli fór í um tíu kílómetra hæð yfir stöðinn um klukkan sex í gærkvöldi og hélst í þeirri hæð fram til klukkan hálfátta. Þá lækkaði hann á ný og hefur verið stöðugur í um sex kílómetra hæð. Gunnar Guðjónsson á Veðurstofu Íslands segir að töluverð gjóskuvirkni virðist vera á svæðinu og mökkurinn sýnist vera nokkuð dökkur. 6.5.2010 07:15
Lögreglan lýsir eftir manni, leit hafin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eric John Burton, Englendingi sem búsettur er hér á landi, en hann fór fótgangandi frá heimili sínu um klukkan níu í gærkvöldi. 6.5.2010 06:41
Svindlararnir halda illa fengnum hlut Þeir sem svíkja bætur út úr Tryggingastofnun ríkisins eru ekki krafðir um endurgreiðslu jafnvel þótt upp um þá komist. Að sögn Rögnu Haraldsdóttur, staðgengils forstjóra stofnunarinnar, er þetta vegna erfiðrar sönnunarfærslu þegar fólk skráir lögheimili á rangan stað. 6.5.2010 06:15
Spurningum er enn ósvarað Enn er ósvarað spurningum Persónuverndar til samgönguráðuneytisins frá árinu 2005 vegna hugmynda sem þá voru uppi um að nota GSP-ökurita til að safna upplýsingum um aksturslag og ferðir ökutækja hér á landi. 6.5.2010 06:00
Milljarðalán til LSH ef áætlanir standast „Þetta samkomulag stendur og fellur með því að við höldum rekstri spítalans innan fjárheimilda í ár,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Spítalinn og heilbrigðisráðuneytið hafa skrifað undir samkomulag um fyrirgreiðslu til að rétta af halla síðustu ára. Síðastliðin tvö ár hefur LSH greitt hátt í 500 milljónir króna í dráttarvexti. 6.5.2010 05:30
Sumarið er greinilega komið Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kuldakafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið. 6.5.2010 05:30
Ríkið verndar þá fjársterku Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu. 6.5.2010 05:15
Lögmenn minna dómara á hófsemi Lögmannafélag Íslands hefur sent formanni Dómarafélags Íslands bréf í tilefni af húsleitum sem dómarar hafa heimilað á lögmannsstofum eftir hrun. Afrit af bréfinu var sent dómsmálaráðherra. 6.5.2010 05:00
Staðreyndir þvælast fyrir Florence Kennedy er sérfræðingur í samningatækni. Hún segir góð samskipti, upplýsingar og hvatann að baki viðræðum mikilvægasta þátt þeirra. Í öllum viðræðum, þar með talið um Icesave, verði að ríkja traust. 6.5.2010 04:45
Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. 6.5.2010 04:30
Forgangur Ölfuss er fallinn úr gildi Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað ósk Ölfuss um að framlengja forgangsrétt verkefna í sveitarfélaginu að orku frá Hverahlíðarvirkjun. 6.5.2010 04:00
Minna rennsli frá Gígjökli Sérfræðingar telja að Eyjafjallajökull muni halda áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga. Órói í dag var svipaður og í gærdag. 5.5.2010 19:34
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5.5.2010 18:31
Suðurlandsvegur opinn Búið er að opna fyrir umferð um Suðurlandsvegs og störfum lögreglu lokið á vettvangi. Vegfarendur eru beðnir að fara varlega en svarta þoka er á svæðinu. 5.5.2010 18:45
Barist um orkuna Sýnt þykir að samningar um kísilver í Þorlákshöfn nást ekki áður en forgangur sveitarfélagsins Ölfuss að orku Hverahlíðarvirkjunar rennur út í lok mánaðarins. Kapphlaup gæti þá hafist milli kísilversins og álversins í Helguvík um hvort verkefnið verði fyrra til að tryggja sér orkuna. 5.5.2010 18:45
Vísindaráð sjúkrahússins á Akureyri stofnað Á ársfundi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag, var vísindaráð sjúkrahússins formlega stofnað og skipað í það. Í erindisbréfi vísindaráðs kemur fram að hlutverk þess sé að vera til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu, móta vísindastefnu þess, bæði inn á við og gagnvart öðrum stofnunum, háskólastofnunum og einkafyrirtækjum. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari, er formaður ráðsins. 5.5.2010 17:48
Starfsmenn ráðuneytisins hætti að nota bíla Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna. 5.5.2010 17:39
Þrír hljóta Rannsóknastyrk Bjarna Ben Þremur styrkjum var úthlutað úr sjóðnum Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða styrki til rannsókna á sviði lögfræði og sagnfræði. 5.5.2010 17:34