Innlent

Tóku myndir af pyntingum

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum hrotta.
Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum hrotta.

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og neyddi hann meðal annars til þess að stela verkfæratösku.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að í fórum meinta hrottans hafi fundist myndavél sem hafði að geyma myndir af árásinni en í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í síðustu viku kom fram að fórnalambið hefði sætt pyntingum.

Hinn grunaði á að hafa haldið manninum í gíslingu í talsverðan tíma. Lögreglan framkvæmdi svo húsleit hjá manninum og föður hans auk fyrirtækja á vegum hans, þar hafi fundist talsvert af þýfi.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 28. maí.


Tengdar fréttir

Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap

Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×