Innlent

Gríðarlega fjölmenn leit að Eric

Um það bil áttatíu aðilar leita að Eric.
Um það bil áttatíu aðilar leita að Eric.

Um það bil 80 lögreglumenn og björgunarsveitarmenn leita nú að Eric John Burton. Hann ætlaði að fara gangandi í hraðbanka um klukkan níu í gærkvöldi en skilaði sér aldrei til baka.

Hann er klæddur í rauðan og brúnan frakka, bláar gallabuxur og brúna skó. Hann er um 180 cm á hæð, grannur með grásprengt hár. Eric er ferðamaður á Íslandi og hefur verið hér á landi í nokkra daga. Hann hefur haldið til í húsbíl á bifreiðastæði við Háleitisbraut 103.

Eric er lungnasjúklingur og getur ekki gengið mikið án súrefnis að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Ef einhver hefur upplýsingar um Eric er hægt að hringja í lögregluna í síma 444-1104.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×