Innlent

Segja stjórnarformann gagnavers sitja beggja vegna borðsins

Vilhjálmur Þorsteinsson er sagður sitja báðum megin við borðið.
Vilhjálmur Þorsteinsson er sagður sitja báðum megin við borðið.

Stjórnarformaður Verne Holdings, Vilhjálmur Þorsteinsson, sem vill reisa gagnaver í Reykjanesbæ, er einnig formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkustefnu. Þetta kemur fram í áliti minnihluta iðnaðarnefndar sem Hreyfingin sendi frá sér en í álitinu segir ennfremur:

„Vilhjálmur situr því beggja vegna borðsins að því leyti að hann vinnur fyrir iðnaðarráðuneytið á sama tíma og ráðherra iðnaðarmála er að semja við fyrirtæki sem hann er stjórnarformaður fyrir. Slíkt getur varla talist ásættanlegt og hlýtur vera hans á öðrum hvorum staðnum að gera hann óhæfan til að vera á hinum."

Hreyfingin bendir einnig á að Vilhjálmur hafi setið í 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Hreyfingin telur það óeðlilegt í ljósi þess að iðnaðarráðherra er úr Samfylkingunni.

Gagnaverið hefur vakið gríðarlega hörð viðbrögð vegna aðkomu Björgólfs Thors Björgólfssonar að verkefninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×