Innlent

Ofbeldismenn ganga lausir vegna álags á Héraðsdóm

Breki Logason skrifar
Axel Karl Gíslason var einn þeirra sem var dæmdur  í Barðastrandamálinu svokallaða. Hann er grunaður um aðild að árásinni í Reykjanesbæ.
Axel Karl Gíslason var einn þeirra sem var dæmdur í Barðastrandamálinu svokallaða. Hann er grunaður um aðild að árásinni í Reykjanesbæ.
Hæstiréttur segir að ekki hafi verið hægt að taka fyrir mál ofbeldismanna sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld vegna þess að gögn hafi ekki borist frá Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari bendir hins vegar á Héraðsdóm, en tæplega hálft ár er síðan óskað var eftir gögnum frá Héraðsdómi.

Við sögðum frá því í gær að piltarnir tveir, Viktor Már Axelsson og Axel Karl Gíslason, sem réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ í fyrrakvöld hefðu verið dæmdir í tveggja ára og 20 mánaða fangelsi í héraðsdómi í október á síðasta ári fyrir hrottalega árás á úrsmið á Seltjarnarnesi. Þeir áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar, sem hefur enn ekki tekið málið fyrir.

Samkvæmt upplýsingum úr Hæstarétti er ástæðan sú að gögn hafa ekki borist frá Ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari segir að ástæðan fyrir þvi að málið hafi tafist séu sú að endurrit af skýrslum úr héraðsdómi hafi ekki borist til ríkissaksóknara.

Óskað var eftir gögnunum þann 19.nóvember. Sigríður segir að tafirnar megi rekja til álags á héraðsdómstólum. Verið sé að fjölga dómurum en riturum hafi ekki verið fjölgað. Það hljóti að þurfa fleiri ritara til að geta tekið við vinnunni sem kemur frá dómurum.

Aðspurð hvort svo alvarleg mál eigi ekki að njóta í forgangs í kerfinu, segir Sigríður augljóst að ekki sé hægt að setja öll mál í forgang. Hún tekur hinsvegar undir að árásin á úrsmiðin hafi verið alvarlegt mál.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×