Innlent

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands.

Hæstiréttur Íslands staðfestir dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota stúlku þegar hún var tólf og þrettán ára gömul.

Atvikin áttu sér stað árið 1994 og 1995. Hann var þá nítján ára gamall en hann hélt því fram að jafnræði hefði verið með þeim. Þessu hafnar dómurinn alfarið og segir hann hafa brotið gróflega gegn kynfrelsi stúlkunnar sem hann lét hafa við sig munnmök.

Honum er einnig gert að greiða stúlkunni átta hundruð þúsund krónur miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×