Innlent

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stinga fertuga konu

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Sjötugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga rétt rúmlega fertuga konu í brjóstið. Maðurinn á að hafa veitt konunni áverkana í apríl á síðasta ári. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins í Reykjavík.

Samkvæmt ákæruskjali á maðurinn að hafa stungið konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut 2,5 sentímetra djúpt stungusár á framanverðu brjóstholi. Konan krefst þess að fá tæplega 2,2 milljónir í skaðabætur vegna árásarinnar.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×