Innlent

Álftnesingar óskuðu eftir sameiningu við Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson segist opinn fyrir viðræðum um sameiningu við Álftanes. Mynd/ Vilhelm.
Dagur B. Eggertsson segist opinn fyrir viðræðum um sameiningu við Álftanes. Mynd/ Vilhelm.
Bæjarstjórnin á Álftanesi hefur farið fram á viðræður við Reykjavík um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Erindi þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Sú beiðni byggir á niðurstöðum almennrar atkvæðagreiðslu meðal íbúa Álftaness. Borgarráð frestaði að taka afstöðu til beiðni Álftaness þar til væntanlegar borgarstjórnarkosningar hafi farið fram.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, telur að sameining og aukin samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verði eitt af kosningamálum vorsins. Samfylkingin lagði fram bókun um málið í borgarráði í dag.

Dagur segist opinn fyrir því að slíkar viðræður fari fram og vill aukna samvinnu sveitarfélaga og sterkara svæðisskipulag sem nái til alls suð-vesturhorns landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×