Fleiri fréttir

Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs

Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni.

Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri

Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti.

Lundaholur sviðnuðu í Vigur

Yfir þrjátíu slökkviliðsmönnum tókst í gærkvöld að slökkva mikinn bruna sem kraumaði í jarðvegi í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Meiri flúor frá Eyjafjallajökli

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni.

Mesta dópmál í sögu Akureyrar

Akureyrarlögreglan fann 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi þegar ráðist var í húsleitir á þremur stöðum samtímis á þriðjudagskvöldið var.

Mega ekki lista upp leyfislausa

Ferðamálastofu er ekki heimilt að birta á heimasíðu sinni lista yfir þá aðila sem stunda leyfis- eða skráningarskylda starfsemi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í fyrirspurn til Persónuverndar segir að Ferðamálastofu hafi borist margar ábendingar um að ferðaþjónustuaðilar stundi starfsemi án leyfa.

Vilja ekki hús í fuglafriðland

Sjálfstæðismenn í umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar gagnrýna ákvörðun meirihlutans um að reisa 200 fermetra þjónustuhús í fuglafriðlandi á bökkum Ölfusár ofan við Eyrarbakka. „Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggjumst gegn samkeppni sveitarfélagsins í kaffisölu. Nær væri að beina fjármagni sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðlandinu,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

Færeyingar heiðra Vigdísi

Ræðismaður Færeyja afhenti Vigdísi Finnbogadóttur heiðursgjöf frá Færeyingum á áttatíu ára afmæli forsetans fyrrverandi. Gjöfin, loforð um nítján milljónir króna á núverandi gengi, 825.000 danskar, eiga að renna til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist

Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi.

Fleiri vilja Dag heldur en Hönnu Birnu

Fleiri vilja að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri en Hanna Birna Kristjánsdóttir, ef marka má niðurstöður könnunar sem Capacent vann fyrir Samfylkinguna. Dagur nýtur meira fylgis hjá konum.

Flugi til London flýtt

Flugi Iceland Express til London Gatwick hefur verið flýtt til klukkan 23 í kvöld, en vélin átti að fara í loftið í fyrramálið klukkan 7. Ástæðan er væntanleg lokun Keflavíkurflugvallar í fyrramálið. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Vill að iðnaðarnefnd komi saman

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að iðnaðarnefnd Alþingis komi saman til að ræða stöðu ferðaþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Flugvöllum líklega lokað á morgun

Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun.

Aska féll norðan og sunnan við eldstöðina

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar reis gufumökkurinn í eldstöðinni á Eyjafjallajökli í um 18.000 feta 6 km hæð seinnipartinn í dag. Aska féll bæði norðan og sunnan við eldstöðina og náði öskumökkurinn í um 14.000 feta (4,5–5 km) hæð, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

Sinubruni í Hafnarfirði

Töluverður sinubruni varð í grennd við Vallarhverfi í Hafnarfirði í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út vegna þessa og reyndist erfitt að slökkva eldanna þar sem bruninn kom upp í mosa og hrauni. Á fimmta tímanum var búið að ná slökkva eldinn sem kom upp seinnipartinn í dag.

Forsetinn heimsótti í samhæfingarstöð almannavarna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti í morgun Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tóku á móti forsetanum sem sat síðan upplýsingafund með fulltrúum ýmissa aðila sem manna samhæfingarstöðina.

Søren Langvad handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag, sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.

Obama skipar sendiherra á Íslandi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur skipað Luis E. Arreaga til að gegna embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandaríkjamenn hafa ekki verið sendiherra hér á landi í tæpt ár.

Tveir í varðhaldi eftir húsleitir á Akureyri

Síðastliðið þriðjudagskvöld framkvæmdi lögreglan á Akureyri viðamiklar húsleitir á þremur stöðum samtímis á Akureyri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 1,2 kíló af ætluðu amfetamíni og rúmlega 100 grömm af hassi. Einnig hafi fundist rými sem ljóst sé að hafði verið notað til kannabisframleiðslu og þar hafi verið lagt hald á tólf ljósalampa og annan búnað til slíkrar framleiðslu. Auk þessa var lagt hald á búnað til landaframleiðslu.

Fólk á öskusvæðinu noti klúta eða grímur

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ljóst að flúorinnhald gjósku hefur aukist eftir að kvikan hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum á Eyjafjallajöli. Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astma.

Vill þingkosningar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill ganga til kosninga sem fyrst þegar uppgjöri eftir bankahrunið verður lokið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sömu skoðunar og segir að ríkisstjórnin þurfi að fara frá því hún standi í vegi fyrir uppbyggingu og framförum í landinu.

Aðstoða bændur

Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns á Hvolsvelli, eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti.

Öskuský á leið til Danmerkur

Öll flugumferð frá Íslandi hefur verið samkvæmt áætlun í morgun en svo gæti farið að flugvöllum yrði lokað í Danmörku í kvöld.

Áfram virkni í jarðskorpunni

Á upplýsingafundum sérfræðinga í Skógarhlíð og á Hvolsvelli í morgun kom fram að lítil aska féll úr gosinu í Eyjafjallajökli í gær og gosvirkni var róleg á yfirborðinu. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur, og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur, voru í Skógarhlíð og greindu frá stöðunni og útskýrðu veður- og öskudreifingarspá en á annan tug erlendra blaðamanna auk fulltrúa erlendra sendiráða sátu fundinn. Fram kom að yfirborð eldstöðvarinnar er rólegt og þar sem vatn virðist lítið hefur sprengivirkni farið minnkandi. Órói kemur áfram fram á mælum Veðurstofunnar sem þýðir að virkni er áfram í jarðskorpunni.

Bílvelta skammt frá Smáralind

Bíll valt á Reykjanesbraut skammt frá verslunarmiðstöðinni Smáralind á níunda tímanum í morgun. Einn var í bílnum og reyndist ökumaðurinn ómeiddur og þurfti ekki að flytja hann á sjúkrahús. Maðurinn sem er 32 ára er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Vegfarendur sýni aðgát á öskusvæðinu

Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát á öskusvæðinu. Ef blotnar í ösku á yfirborði vegar getur myndast hálka eða jafnvel fljúgandi hálka.

Stjórnvöld í Evrópu undirbúi sig fyrir Kötlugos

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvetur stjórnvöld í Evrópu og flugmálayfirvöld alls staðar í heiminum að hefja undirbúning vegna hugsanlegs Kötlugoss. Hættan væri ekki liðin hjá og en það gætu liðið 5-15 ár þangað til gos hæfist í Kötlu. Þetta kom fram í máli forsetans í sjónvarpsviðtali í BBC, breska ríkisútvarpinu, í gærkvöldi.

Fyrsta degi sumars víða fagnað

Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land þó víðsvegar væri nokkuð kalt. Á allmörgum stöðum verður þessu fyrsta degi sumars fagnað með skrúðgöngum og öðrum hátíðahöldum. Fjölskylduhátíðir verða í helstu hverfum Reykjavíkur í dag. Auk hverfahátíða verður barnamenningarhátíð í fullum gangi og þar er einnig að finna fjölbreytta dagskrá sem hægt að skoða hér.

Flugumferð frá Íslandi samkvæmt áætlun

Öll flugumferð frá Íslandi er samkvæmt áætlun og er flogið til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms. Að öllu óbreyttu verður flogið á alla áfangastaði íslensku flugfélaganna í dag. Vélarnar þurfa þó að fara lengri leiðir í sumum tilfellum vegna öskufalls.

Egill leiðir Samfylkinguna í Fjallabyggð

Framboðslisti Samfylkingarfélaganna í Fjallabyggð fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar var nýverið samþykktur. Egill Rögnvaldsson, sem setið hefur í bæjarstjórn sem fulltrúi H-lista, sameiginlegs framboðs Samfylkingar, Vinstri grænna og óháðra á yfirstandandi kjörtímabili skipar efsta sæti listans.

Róleg nótt í grennd við gosstöðvarnar

Að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli hefur nóttin verið mjög róleg í grennd við gosstöðvarnar. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð örlítil aukning á vatnsrennsli í Markarfljóti og barst nokkur krapi með en þegar leið að morgni hafði vatnsmagn ekki aukist frekar í ánni. Frá eldstöðvunum má þó enn finna markvissan takt umbrotanna.

Sleginn í höfuðið

Skemmtanahald í gærkvöldi og nótt fór vel fram og án teljandi afskipta lögreglu. Einn var sleginn í höfuðið á dansleik í Borgarnesi. Maðurinn er ekki mikið slasaður, að sögn lögreglu. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík og Borgarnesi í nótt.

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir að fólksbíll valt á þjóðveginum norðan við Akureyri um þrjúleitið í nótt. Fimm ungmenni fædd árið 1992 voru í bílnum. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum en mikil hálka er á svæðinu, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Bíllinn er afar illa farinn eftir veltuna.

Missti sjónar á góðum gildum

„Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa.“ Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag.

Minnisvarði um Sveinbjörn allsherjargoða

Minnisvarði um Sveinbjörn Beinteinsson, fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins og rímnaskálds, verður vígður við hátíðlega athöfn í Öskjuhlíð í dag.

Vill alþingiskosningar eftir uppgjörið

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því að kosið verði til þings eftir að uppgjörinu eftir hrunið er lokið. „Ég vil kosningar sem snúast um framtíðina,“ sagði Bjarni á opnum fundi í Valhöll í gær. Þar

Ekkert svigrúm fyrir frekari niðurskurð

Tryggingastofnun mun líklega hafa fjárhagslega burði til að taka á sig aukin fjárútgjöld vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum frá flestum stærstu lífeyrissjóðunum án aukaframlags úr ríkissjóði, segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.

Heilsuverndarstöðin má hýsa hótelrekstur

Eigendur gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar á Barónsstíg hafa nú fengið leyfi skipulagsráðs Reykjavíkur til að breyta byggingunni í hótel fyrir Icelandair Hotels.

Vilja miða við 18 ára aldur

Meirihluti þátttakenda í könnun á vegum Evrópusambandsins (ESB), eða 89 prósent, vilja innleiða samræmdar reglur innan aðildarríkjanna sem banna unglingum undir átján ára aldri að neyta áfengis.

Ætla að efla árangursmælingar

Yfirstjórn Landspítalans (LSH) bárust 3.400 tillögur frá starfsfólki um leiðir til að auka sparnað og 800 tillögur um stefnumótun. Björn Zoëga, forstjóri LSH, kynnti nýja framtíðarsýn spítalans og starfsáætlun fyrir þetta ár og næsta á ársfundi spítalans í gær.

Enn er unnið að komu fólks frá Haítí

Ekki sér enn fyrir endann á komu fólks frá Haítí til Íslands. Í kjölfar jarðskjálftans í landinu í janúar ákvað ríkisstjórnin að fela flóttamannanefnd að fjalla um möguleika þess að taka á móti fólki þaðan á grundvelli fjölskyldusameiningar. Athugun leiddi í ljós að á þeim grundvelli stæðu lög til móttöku á annan tug skyldmenna tveggja kvenna frá Haítí sem búa á Íslandi.

Endurheimtu verkfallsréttinn

Starfsfólk Norðuráls hefur endurheimt rétt til að fella niður vinnu vegna kjaradeilna og samið um allt að 11,2 prósenta launahækkun, sem meðal annars kemur fram í eingreiðslu upp á 150.000 krónur.

Dröfn RE farin á hrefnuveiðar

Hrefnuveiðimenn héldu til veiða í gær á Dröfn RE og reikna með að ferskt hrefnukjöt verði komið í verslanir á allra næstu dögum. Félag hrefnuveiðimanna mun gera út þrjá báta til hrefnuveiða í sumar. Einn þeirra var keyptur á dögunum og er verið að gera hann sjókláran þessa dagana í Kópavogshöfn. Vestfirðingar eru að gera klárt og ætla til veiða á næstunni.

Vatni borgarbúa ekki ógnað

Sigurbjörn Búi, forstöðumaður fyrir kalda vatnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir ástæðulaust að óttast mengun á drykkjarvatni vegna öskufalls á starfssvæði fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir