Fleiri fréttir

Stúdentar óánægðir með námsval í sumar

Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir

Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma

Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins.

Átján mánaða fangelsi fyrir að nauðga áfengisdauðri stúlku

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri en hann var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nýtt sér ölvunarástand stúlku og nauðgað henni. Stúlkan var mjög ölvuð og gat því ekki spornað við verknaðinum.

Upplýsingar frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldgossins

Þjónusta læknis og hjúkrunarfræðings er veitt við heilsugæslustöðvarnar á Hellu (sími 4805320) og Hvolsvelli (4805330) á dagvinnutíma og utan þess tíma sinnir vakthafandi læknir bráðatilvikum, sími 4805111. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu Rangárþings vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli.

Magnús Árni ráðinn rektor á Bifröst

Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans, bifrost.is.

Nafnabreytingar á ráðuneytum hafa kostað 3 milljónir

Breytingar á nöfnum fjögurra ráðuneyta á kjörtímabilinu hafa kostað ríkissjóð þrjár milljónir króna samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, en hann svaraði þar fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað á breytingunum.

Einum sleppt vegna kókaínmálsins

Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun

Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Sjómanni á vélarvana báti bjargað

Sjómanni, sem var einn á fiskibáti sínum, Steina GK, var bjargað á síðustu stundu þegar vélin í bátnum bilaði þegar hann var staddur skammt frá Garðskagavita,laust fyrir klukkan níu í morgun. Bátinn rak hratt í átt að grýttri fjörunni.

Fóru í sjúkraflug til Grænlands

Sjúkraflugvél á vegum Slökkviliðs Akureyrar flaug í gær eftir tveimur sjúklingnum í bænum Aasiat á vesturströnd Grænlands, en bærinn er yfir 500 kílómetra norður af höfuðstaðnun Nuuk.

Bílvelta á Holtavörðuheiði

Þrír menn sluppu lítið meiddir þegar lítill pallbíll þeira valt tvær veltur út fyrir veginn um Holtavörðuheiði snemmam í morgun.

Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði

Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum.

Þjóðarsorg í Kína

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kína í dag vegna þeirra sem létust í jarðskjálftanum í Qinghai héraði fyrir viku síðan.

Miklar tafir á evrópskum flugvöllum

Öngþveiti ríkir enn á mörgum flugvöllum vegna vandræðanna sem gosið í Eyjafjallajökli hefur skapað í Evrópu þrátt fyrir að flestir flugvellir hafi verið opnaðir.

Iceland Express fyrst í loftið frá Gatwick

Önnur vél Iceland Express frá London lendir í Keflavík skömmu eftir hádegi í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrjú hundruð og fimmtíu manns hafa þá flogið til London á vegum félagsins síðan bresk flugmálayfirvöld opnuðu flugvellina þar um miðnætti.

Alvarleg líkamsárás í Breiðholti

Alvarleg líkamsárás var framin í fjölbýlishúsi í neðra Breiðholti um þrjú leitið í nótt og þurfti að gera að sárum þolandans á Slysadeild Landsspítalans. Tveir menn náðu manninum fram á stigagang og gengu þar í skrokk á honum.

Rólegra á gosstöðvunum

Rólegt var á gosstöðvunum í Eyjafjallafjökli í nótt og er talið að kraftur gossins sé nú aðeins brot af því sem var á fyrstu dögum þess. Þá bendir allt til þess að nú gjósi aðeins úr einum gíg.

Svikahrappurinn var náðaður fyrir áratug

Hálfsextugur karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna meintra stórfelldra fjársvika var náðaður af heilsufarsástæðum fyrir um tíu árum og þurfti því ekki að afplána tuttugu mánaða fangelsi, sem Hæstiréttur hafði þá dæmt hann í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Aukið traust á flestum miðlum

Nokkuð fleiri bera mikið traust til Fréttablaðsins nú en í október í fyrra. Á sama tíma hefur þeim fækkað sem treysta ekki blaðinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu könnunar markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR á trausti fólks til fjölmiðla.

Ein kona í sex manna hópi

Jafnréttisstofa mun senda fjármálaráðherra erindi og óska eftir rökstuðningi hans fyrir því að ekki sé gætt að kynjahlutföllum við skipan í starfshóp sem fjalla á um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipaðir fimm karlmenn og ein kona.

Viðkvæmt segir fulltrúi VG

Umsókn um leyfi til að breyta Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í Icelandair hótel er enn óafgreidd hjá borgaryfirvöldum. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsráðs að ósk Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna.

Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls

Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum.

Greiðslur skertar um allt að 16,7 prósent

Stærstu lífeyrissjóðirnir á almennum markaði sjá fram á að þurfa að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna slæmrar stöðu sjóðanna. Engar skerðingar verða hjá starfsmönnum ríkisins.

Hef alltaf verið hrædd við Kötlu

Að Giljum í Mýrdal búa hjónin Ólafur Pétursson og Þórunn Björnsdóttir. Bæði muna þau glöggt eftir Kötlugosinu 1918.

Helmingi áætlunarinnar lokið

Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 440 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna. Samþykkt fyrir því kom í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda hér.

Lofuðu mörgu en gerðu fátt

Íslensk stjórnvöld lofuðu í maí 2008 að minnka bankakerfið og breyta lánareglum Íbúðalánasjóðs. Norrænu seðlabankarnir voru tortryggnir. Íslenska bankakerfið var allt of stórt fyrir landið og stjórnvöld gerðu lítið sem ekkert til að breyta þeirri staðreynd. Þetta er ein af meginniðurstöðum rannsóknarnefndarinnar.

Segir börn upplifa ógn í nágrenni við mótmæli

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Það er ekkert launungarmál,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, um mótmæli sem efnt hefur verið til fyrir framan heimili þingmannanna Steinunnar V. Óskarsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Kona kærð fyrir árás á sambýliskonu

Lögreglan á Höfn í Hornafirði rannsakar nú líkamsárás sem varð þar í bænum á sunnudag. Kona réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hlaut áverka í munni.

Ófriðarseggir öngruðu Steinunni Valdísi í annað sinn

Nokkrir ófriðaseggir komu saman fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, undir kvöld. Steinunn Valdís segir að um sé að ræða sama fólk og kom í gærkvöld en þá bauð hún þeim að hitta sig á skrifstofu sinni til að ræða málin.

Hundrað hektarar brunnu við Höfn

Um hundrað hektarar af landi urðu sinubruna að bráð við Höfn í Hornafirði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar. Eldurinn kviknaði laust eftir hádegi á sunnudag. Að mestu leyti var lokið við að slökkva hann um tíuleytið í gærkvöld en fylgst var með svæðinu fram á nótt.

Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar

Um 6000 Íslendingar eru strandaglópar erlendis vegna vandræða í flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Karen Kjartansdóttir ræddi við nokkra af þeim Íslendingum sem komast hvorki lönd né strönd.

Flogið milli Íslands og Lundúna í nótt

Vél Iceland Express fer frá London Gatwick klukkan eitt í nótt að staðartíma til Íslands og er áætluð lending í Keflavík um klukkan 3 í nótt. Vélin fer svo aftur til London um halftima síðar eða um klukkan 03:30 í nótt.

Tengsl við Kötlu verður að taka alvarlega

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að taka verði mjög alvarlega vísbendingar um að gos í Eyjafjallajökli geti hleypt Kötlu af stað. Slík systragos hafi þó öll verið lítil. Ekkert dregur úr gosóróa en skýrar vísbendingar eru um að gosið sé breytast úr öskugosi í hraungos, sem Haraldur telur að geti staðið mánuðum saman.

Arnarverk bauð lægst í breikkun Suðurlandsvegar

Verktakafyrirtækið Arnarverk ehf í Kópavogi bauð lægst í breikkun Suðurlandsvegar, en tilboð voru opnuð í dag. Alls bárust um 15 tilboð í áfangann. Um er að ræða tvöföldun og breikkun Hringvegar frá Fossvöllum í Lögbergsb

Hraðakstur á gossvæðinu veldur óþægindum fyrir bændur

Beiðni hefur borist frá lögreglunni á Hvolsvelli og bændum á öskufallssvæðinu um að ökumenn, sem leið eiga um svæðið, stilli hraða í hóf þar sem aska á vegum gýs upp við hraðakstur og veldur auknum óþægindum fyrir bændur.

Íslendingar megi ekki fela umræðu um hugsanlegar hættur

„Ég hélt að við Íslendingar hefðum lært þá lexíu að það þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar að reyna að fela eða þagga niður vitneskju um hugsanlega hættur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Engin þörf fyrir grímur í Reykjavík

Engin þörf er fyrir grímunotkun á höfuðborgarsvæðinu eða öðrum svæðum þar sem ekki er talin hætta á öskufalli. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavörnum.

Drakk hugsanlega stíflueyðinn fyrir mistök

Karlmanni sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa átt þátt í því að karlmaður um fertugt innbyrti stíflueyði, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Sjá næstu 50 fréttir