Fleiri fréttir Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9.10.2009 15:11 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9.10.2009 14:43 Vitlaust veður víða Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 30 útköll það sem af er degi og fjölgar þeim ört. Útköllin eru víða um höfuðborgarsvæðið og á Kjalarnesi þar sem meðal annars. þak er að fjúka af kjúklingabúinu Móum. Fjölmennt lið var sent á staðinn en í ljós hefur komið að það dugar ekki til. Verið er að kalla út stórvirkar vinnuvélar til að fergja þakið. 9.10.2009 13:12 Óljóst með fasteignalánin hjá Kaupþingi Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum getur fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. 9.10.2009 13:01 Vilja ekki olíuskip á hafíssvæðum Landhelgisgæslan hefur óskað eftir því að olíuskip sem sigla frá Rússlandi til Bandaríkjanna, sigli ekki milli Íslands og Grænlands, vegna hafíss. Drekkhlaðið olíuskip fór vestur fyrir landið í vitlausu veðri á dögunum, en lét ekki vita um ferðir sínar. 9.10.2009 12:54 Malarnáma formanns VG notuð við virkjanaframkvæmdir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er einn af eigendum jarðarinnar Miðhúsa í Gnúpverjahreppi. Þar fyrirhugar Vegagerðin námu í tengslum við virkjanaframkvæmdir í neðri Þjórsá. Vegagerðinni er heimilt að taka 12 þúsund rúmmetra í Miðhúsum en það telst lítil náma. Þar af leiðandi er framkvæmdin óháð umhverfismati. 9.10.2009 12:52 Tóm steypa að Obama fái Nóbelinn Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun að sæma Barack Obama friðarverðlaunum Nóbels en það var gert heyrinkunnugt í morgun. „Þetta er bara tóm steypa," segir Stefán. 9.10.2009 11:59 Vilja fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 61 Allir þingmenn Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa sameiginlega lagt fram frumvarp sem kveður á um að sveitastjórnarfulltrúum verði fjölgað umtalsvert. Verði frumvarpið að lögum mun borgarfulltrúum í Reykjavík fjölga úr 15 í 61. 9.10.2009 11:59 Vara við SMS-lánum á Íslandi Kredia, sem skilgreinir sig sem fyrirtæki á sviði smálána, sms-lána og örlána, hefur nýlega byrjað að bjóða upp á svokölluð smálán. Framkvæmdin virðist einföld, allt sem þarf er að skrá sig á netinu og senda svo sms þegar mann vantar pening. Neytendasamtökin vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerað er sporni við slíkum lánveitingum. Lánin geta verið að upphæð 10.000, 20.000, 30.000 eða 40.000 kr. og þau þarf að greiða upp innan fimmtán daga. 9.10.2009 11:24 Grill fauk á rúðu Níu beiðnir um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sex hópar björgunarsveitamanna frá Ársæli í Reykjavík og Kili á Kjalarnesi sinna þeim. 9.10.2009 11:22 Mælir með því að foreldrar sæki börnin í skólann Veðurhæðin er við það að ná hámarki og það verður býsna hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu fram til þrjú eða fjögur, segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mælir með því að foreldrar sæki börn sín í skólann í dag, einkum ef um er að ræða ung börn. 9.10.2009 10:45 Rútuferðum frestað Öllum áætlunarferðum Bíla og fólks - TREX, frá Reykjavík, Akureyri og Snæfellsnesi var frestað í morgun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að athugað verði í hádeginu hvort unnt verði að leggja af stað klukkan 13:00. 9.10.2009 10:40 Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9.10.2009 10:33 Svínaflensusmit: Ástand sjúklings alvarlegt Ástand karlmanns, sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans svínaflensu, er alvarlegt að sögn vakthafandi læknis. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá lækni er maðurinn á sjötugsaldri og með undirliggjandi sjúkdóma. 9.10.2009 09:57 Þúsundir sjóðsfélaga eiga rétt á skaðabótum Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. 9.10.2009 09:30 Óveðrið segir til sín í Reykjavík Hvassviðrið hefur aukist í Reykjavík eftir því sem liðið hefur á morguninn og telur lögreglan líklegt að kalla verði eftir björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þegar líður á daginn. Tjald sem staðsett var við Háskóla Íslands losnaði í morgun og fiskikör á Granda hafa fokið. Þá hafa vinnupallar hreyfst úr stað vegna óveðursins. 9.10.2009 09:05 Ekkert ferðaveður í dag Vegagerðin varar við stormi og slæmu ferðaveðri, sunnan og vestan til á landinu í dag. Vegfarendur eru beðnir um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs. Ekkert hefur verið flogið í dag samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands en athugað verður með flug klukkan hálfellefu. Þá sigldi Herjólfur ekki í morgun. 9.10.2009 08:11 Ljómandi borg hefst í dag Reykjavíkurborg hleypir af stokkunum verkefninu Ljómandi borg í dag. Á sama tíma og kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fagnar Reykjavíkurborg vetrinum með því að kveikja hvít ljós víða um miðborgina og á samkomustöðum í hverfum borgarinnar. 9.10.2009 07:12 Aftakaveður í Vestmannaeyjum Mjög hvasst er í Vestmannaeyjum þessa stundina og svo hvasst hefur verið þar að í nótt fauk sendibíll á hliðina við Stóragerði í austurhluta bæjarins. Að sögn lögreglunnar var bíllinn, sem er um 2,4 tonn að eigin þyngd, mannlaus þegar að hann fauk á hliðina. Lögreglan býst ekki við að bíllinn verði reistur við fyrr en veðrið lægir. Þá vill lögreglan í Vestmannaeyjum koma því á framfæri að þar fellur niður öll kennsla í grunnskólum í dag vegna veðurs. 9.10.2009 07:03 Forsetinn vill strangari reglur um bankastarfsemi Nauðsynlegt er að setja strangari reglur um bankastarfsemi og við verðum að styrkja stoðir seðlabankanna í reglugerðarverkinu, segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í grein sem birtist á vef Forbes. 9.10.2009 07:00 Orkuveitan bíður í ofvæni eftir svörum Ef Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) afgreiðir ekki þrjátíu milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) setur það áætlanir fyrirtækisins um virkjanauppbyggingu í fullkomið uppnám. Ef lánið fæst verður Hellisheiðarvirkjun kláruð en ákvarðanir um byggingu Hverahlíðarvirkjunar hafa hins vegar verið settar á salt þangað til fjármögnun verkefnisins er að fullu lokið. 9.10.2009 07:00 140 milljarðar áætlaðir í lán vegna NBI Ríkissjóður tekur alls 610 milljarða króna að láni á þessu ári, að frátöldum skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem lagt var fram á Alþingi í gær. 9.10.2009 06:30 Óvissa um Helguvík bregðist lán til OR Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um virkjanaframkvæmdir eru í uppnámi, fáist ekki þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem vilyrði er fyrir. Afgreiðslu lánsins var hafnað í júlí vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. 9.10.2009 06:00 Ræður Sudoku undir fjárlögunum „Það er svo ljómandi gott þegar maður er að hlusta,“ segir Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður Hreyfingarinnar, sem í gær sat í þingsal og réði japanskar Sudoku-talnaþrautir þegar umræður fóru fram um fjárlagafrumvarpið. 9.10.2009 05:00 Fékk svar frá forsætisráðherra Dana „Mér finnst gott að hann svari,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Hann fékk í fyrradag svar við tölvupósti sem hann sendi Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þar gerði hann athugasemdir við yfirlýsingar ráðherrans vegna frétta um meðferð Dana á 22 grænlenskum börnum, sem voru tekin af foreldrum sínum og flutt til Danmerkur á sjötta áratugnum. 9.10.2009 04:30 Venjulegar skuldir í hendur handrukkara Handrukkarar eru farnir að banka upp á hjá fólki til að rukka það um skuldir sem stofnað er til með lögmætum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tvö slík mál til rannsóknar. 9.10.2009 04:00 Hafa áhyggjur af niðurskurði hjá ríkisvaldinu Byggðaráð Skagafjarðar fjallaði á fundi sínum í morgun um fjárveitingar til opinberra stofnanna í Skagafirði eins og þær birtast í nýju fjárlagafrumvarpi ársins 2010. 8.10.2009 20:48 Ekki lengur ehf. ekki lengur til Ekki lengur ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en það var gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 21.apríl 2009. Skiptum á búinu var hinsvegar ekki lokið fyrr en 21.september síðast liðinn. 8.10.2009 20:41 „You ain´t seen nothing yet“ Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. 8.10.2009 18:49 Ördeyða í útboðum í vegagerð á næsta ári Engin stór verkefni í vegagerð verða boðin út á næsta ári. Þá eru allar framkvæmdir, sem nefndar eru í stöðugleikasáttmála, ýmist í uppnámi eða óvissu. Vonir um að eitthvað færi í gang nú í haust hafa brugðist. 8.10.2009 18:41 Lífeyrissjóðirnir svipað öflugir og olíusjóðir Norðmanna Fjármálaráðherra mælti fyrir mesta kreppu fjárlagafrumvarpi lýðveldistímans á Alþingi í dag þar sem stefnt er að því að minnka hallann á ríkissjóði um hundrað milljarða króna. Ráðherrann segir allar forsendur til að Íslendingar vinni sig út úr vandanum á fjórum árum. Til að mynda séu sjóðir lífeyrissjóðanna svipað öflugir og olíusjóður Norðmanna. 8.10.2009 18:31 Nær til 90% þjóðarinnar þrátt fyrir breytinguna Ari Edwald útgáfustjóri Fréttablaðsins og forstjóri 365 segir fríblaðsformið síður en svo vera dautt þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi dregið saman seglin í frídreifingu hér á landi. Um næstu mánaðarmót verður blaðinu dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. 8.10.2009 18:04 Komin úr öndunarvél Konan sem varð fyrir alvarlegri árás í Hörðalandi í Fossvogi gærmorgun er á batavegi. Að sögn vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er konan komin úr öndunarvél. 8.10.2009 17:32 Tveggja ára dómi snúið við í Hæstarétti Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem ákærður var fyrir líkamsárás og rán með því að hafa í félagi við óþekktan mann slegið annan mann nokkrum sinnum í andlitið og rænt hann farsíma og seðlaveski sem í voru 100 þúsund krónur. Áður hafði héraðsdómur dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til þess að greiða stefnanda rúmar sjöhundruð þúsund krónur í bætur. 8.10.2009 16:42 Nauðgaði barnsmóður sinni Fjölskipaður Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem í febrúar á þessu ári var dæmdur í í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og hrottalega líkamsárás gagnvart barnsmóður sinni. Honum var einnig gert að greiða miskabætur að upphæð 662 þúsund krónur. 8.10.2009 16:30 Forseti ASÍ: Ef þið viljið stríð þá munið þið fá stríð Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, telur að launafólk hafi sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir jafn alvarlegri stöðu í efnahags- og atvinnumálum og nú. Hann segir að ef að atvinnurekendur vilji stríð muni þeir fá stríð. Þetta kom fram í ræðu Gylfa á þingi Starfsgreinasambandsins fyrr í dag. 8.10.2009 15:48 Úrskurði Svandísar stefnt að tekjulágum og atvinnulausum Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir harðlega úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um Suðvesturlínu. Að mati bæjarstjórnarinnar er mikilvægri uppbyggingu í atvinnumálum stefnt í tvísýnu með úrskurðinum. Bæjarstjórnin krefst þess að úrskurðurinn verði tafarlaust endurskoðaður því honum sé stefnt gegn tekjulágum og atvinnulausum einstaklingum. 8.10.2009 15:15 Dagur: Meirihlutinn eykur á veggjakrot Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að meirihlutinn í Reykjavík auki á veggjakrot. Fjármunir til aðgerða gegn veggjakroti verði skornir niður úr 156 milljónum króna í 61 milljón króna milli áranna 2008 og 2009. Dagur segir að slíkur niðurskurður eigi sér ekki fordæmi í rekstri borgarinnar. 8.10.2009 14:59 Varað við stormi - björgunarsveitir í viðbragðsstöðu Gefin hefur verið út viðvörun vegna storms, sunnan og vestan til á landinu, í nótt og á morgun. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíkum veðurofsa. 8.10.2009 14:49 Félagsmálaráðherra: Án Icesave verður engin endurreisn Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að án samkomulags um Icesave verði engin endurreisn hér á landi og að tafir á framgngi efnahagsáætlunar stjórnvalda valdi sér vonbrigðum. Hann segir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera til stöðugrar endurskoðunar. 8.10.2009 14:37 Jóhanna brýnir mikilvægi ESB aðildar fyrir áhorfendum BBC Það er mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá samning við Evrópusambandið sem Íslendingar eru sáttir við, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Jóhanna sagði að það væri jafnframt mikilvægt að fá niðurstöðu í sjávarútvegsmálin sem Íslendingar gætu sætt sig við 8.10.2009 14:22 Var á bótum í fjóra mánuði - ekkert benti til endurkomubanns Litháinn Algis Rucanskis var búinn að vera á atvinnuleysisbótum í fjóra mánuði þegar yfirvöld áttuðu sig á því að hann væri hér á landi þrátt fyrir endurkomubann. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunnar, þá sótti Algis um bætur í maí, mánuði eftir að hann rauf endurkomubannið. 8.10.2009 14:17 Umferðarslysum fækkar og skoðun bifreiða stóreykst Umferðarslysum hér á landi hefur fækkað um 16,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Ljóst er að töluverð fækkun á sér stað hvað varðar heildarfjölda slasaðra í samanburði við sama tímabil áranna 2008 og 2009 samkvæmt fréttabréfi Umferðarstofu. 8.10.2009 13:44 Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig. 8.10.2009 13:42 Miðbaugsmaddaman neitar sök Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. 8.10.2009 13:22 Sjá næstu 50 fréttir
Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9.10.2009 15:11
Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9.10.2009 14:43
Vitlaust veður víða Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 30 útköll það sem af er degi og fjölgar þeim ört. Útköllin eru víða um höfuðborgarsvæðið og á Kjalarnesi þar sem meðal annars. þak er að fjúka af kjúklingabúinu Móum. Fjölmennt lið var sent á staðinn en í ljós hefur komið að það dugar ekki til. Verið er að kalla út stórvirkar vinnuvélar til að fergja þakið. 9.10.2009 13:12
Óljóst með fasteignalánin hjá Kaupþingi Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum getur fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. 9.10.2009 13:01
Vilja ekki olíuskip á hafíssvæðum Landhelgisgæslan hefur óskað eftir því að olíuskip sem sigla frá Rússlandi til Bandaríkjanna, sigli ekki milli Íslands og Grænlands, vegna hafíss. Drekkhlaðið olíuskip fór vestur fyrir landið í vitlausu veðri á dögunum, en lét ekki vita um ferðir sínar. 9.10.2009 12:54
Malarnáma formanns VG notuð við virkjanaframkvæmdir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er einn af eigendum jarðarinnar Miðhúsa í Gnúpverjahreppi. Þar fyrirhugar Vegagerðin námu í tengslum við virkjanaframkvæmdir í neðri Þjórsá. Vegagerðinni er heimilt að taka 12 þúsund rúmmetra í Miðhúsum en það telst lítil náma. Þar af leiðandi er framkvæmdin óháð umhverfismati. 9.10.2009 12:52
Tóm steypa að Obama fái Nóbelinn Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun að sæma Barack Obama friðarverðlaunum Nóbels en það var gert heyrinkunnugt í morgun. „Þetta er bara tóm steypa," segir Stefán. 9.10.2009 11:59
Vilja fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 61 Allir þingmenn Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa sameiginlega lagt fram frumvarp sem kveður á um að sveitastjórnarfulltrúum verði fjölgað umtalsvert. Verði frumvarpið að lögum mun borgarfulltrúum í Reykjavík fjölga úr 15 í 61. 9.10.2009 11:59
Vara við SMS-lánum á Íslandi Kredia, sem skilgreinir sig sem fyrirtæki á sviði smálána, sms-lána og örlána, hefur nýlega byrjað að bjóða upp á svokölluð smálán. Framkvæmdin virðist einföld, allt sem þarf er að skrá sig á netinu og senda svo sms þegar mann vantar pening. Neytendasamtökin vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerað er sporni við slíkum lánveitingum. Lánin geta verið að upphæð 10.000, 20.000, 30.000 eða 40.000 kr. og þau þarf að greiða upp innan fimmtán daga. 9.10.2009 11:24
Grill fauk á rúðu Níu beiðnir um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sex hópar björgunarsveitamanna frá Ársæli í Reykjavík og Kili á Kjalarnesi sinna þeim. 9.10.2009 11:22
Mælir með því að foreldrar sæki börnin í skólann Veðurhæðin er við það að ná hámarki og það verður býsna hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu fram til þrjú eða fjögur, segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mælir með því að foreldrar sæki börn sín í skólann í dag, einkum ef um er að ræða ung börn. 9.10.2009 10:45
Rútuferðum frestað Öllum áætlunarferðum Bíla og fólks - TREX, frá Reykjavík, Akureyri og Snæfellsnesi var frestað í morgun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að athugað verði í hádeginu hvort unnt verði að leggja af stað klukkan 13:00. 9.10.2009 10:40
Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9.10.2009 10:33
Svínaflensusmit: Ástand sjúklings alvarlegt Ástand karlmanns, sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans svínaflensu, er alvarlegt að sögn vakthafandi læknis. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá lækni er maðurinn á sjötugsaldri og með undirliggjandi sjúkdóma. 9.10.2009 09:57
Þúsundir sjóðsfélaga eiga rétt á skaðabótum Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. 9.10.2009 09:30
Óveðrið segir til sín í Reykjavík Hvassviðrið hefur aukist í Reykjavík eftir því sem liðið hefur á morguninn og telur lögreglan líklegt að kalla verði eftir björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu þegar líður á daginn. Tjald sem staðsett var við Háskóla Íslands losnaði í morgun og fiskikör á Granda hafa fokið. Þá hafa vinnupallar hreyfst úr stað vegna óveðursins. 9.10.2009 09:05
Ekkert ferðaveður í dag Vegagerðin varar við stormi og slæmu ferðaveðri, sunnan og vestan til á landinu í dag. Vegfarendur eru beðnir um að kynna sér veðurspá og skilyrði til aksturs. Ekkert hefur verið flogið í dag samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands en athugað verður með flug klukkan hálfellefu. Þá sigldi Herjólfur ekki í morgun. 9.10.2009 08:11
Ljómandi borg hefst í dag Reykjavíkurborg hleypir af stokkunum verkefninu Ljómandi borg í dag. Á sama tíma og kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fagnar Reykjavíkurborg vetrinum með því að kveikja hvít ljós víða um miðborgina og á samkomustöðum í hverfum borgarinnar. 9.10.2009 07:12
Aftakaveður í Vestmannaeyjum Mjög hvasst er í Vestmannaeyjum þessa stundina og svo hvasst hefur verið þar að í nótt fauk sendibíll á hliðina við Stóragerði í austurhluta bæjarins. Að sögn lögreglunnar var bíllinn, sem er um 2,4 tonn að eigin þyngd, mannlaus þegar að hann fauk á hliðina. Lögreglan býst ekki við að bíllinn verði reistur við fyrr en veðrið lægir. Þá vill lögreglan í Vestmannaeyjum koma því á framfæri að þar fellur niður öll kennsla í grunnskólum í dag vegna veðurs. 9.10.2009 07:03
Forsetinn vill strangari reglur um bankastarfsemi Nauðsynlegt er að setja strangari reglur um bankastarfsemi og við verðum að styrkja stoðir seðlabankanna í reglugerðarverkinu, segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í grein sem birtist á vef Forbes. 9.10.2009 07:00
Orkuveitan bíður í ofvæni eftir svörum Ef Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) afgreiðir ekki þrjátíu milljarða króna lán til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) setur það áætlanir fyrirtækisins um virkjanauppbyggingu í fullkomið uppnám. Ef lánið fæst verður Hellisheiðarvirkjun kláruð en ákvarðanir um byggingu Hverahlíðarvirkjunar hafa hins vegar verið settar á salt þangað til fjármögnun verkefnisins er að fullu lokið. 9.10.2009 07:00
140 milljarðar áætlaðir í lán vegna NBI Ríkissjóður tekur alls 610 milljarða króna að láni á þessu ári, að frátöldum skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga 2009, sem lagt var fram á Alþingi í gær. 9.10.2009 06:30
Óvissa um Helguvík bregðist lán til OR Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um virkjanaframkvæmdir eru í uppnámi, fáist ekki þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem vilyrði er fyrir. Afgreiðslu lánsins var hafnað í júlí vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. 9.10.2009 06:00
Ræður Sudoku undir fjárlögunum „Það er svo ljómandi gott þegar maður er að hlusta,“ segir Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður Hreyfingarinnar, sem í gær sat í þingsal og réði japanskar Sudoku-talnaþrautir þegar umræður fóru fram um fjárlagafrumvarpið. 9.10.2009 05:00
Fékk svar frá forsætisráðherra Dana „Mér finnst gott að hann svari,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Hann fékk í fyrradag svar við tölvupósti sem hann sendi Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þar gerði hann athugasemdir við yfirlýsingar ráðherrans vegna frétta um meðferð Dana á 22 grænlenskum börnum, sem voru tekin af foreldrum sínum og flutt til Danmerkur á sjötta áratugnum. 9.10.2009 04:30
Venjulegar skuldir í hendur handrukkara Handrukkarar eru farnir að banka upp á hjá fólki til að rukka það um skuldir sem stofnað er til með lögmætum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tvö slík mál til rannsóknar. 9.10.2009 04:00
Hafa áhyggjur af niðurskurði hjá ríkisvaldinu Byggðaráð Skagafjarðar fjallaði á fundi sínum í morgun um fjárveitingar til opinberra stofnanna í Skagafirði eins og þær birtast í nýju fjárlagafrumvarpi ársins 2010. 8.10.2009 20:48
Ekki lengur ehf. ekki lengur til Ekki lengur ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en það var gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness uppkveðnum 21.apríl 2009. Skiptum á búinu var hinsvegar ekki lokið fyrr en 21.september síðast liðinn. 8.10.2009 20:41
„You ain´t seen nothing yet“ Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. 8.10.2009 18:49
Ördeyða í útboðum í vegagerð á næsta ári Engin stór verkefni í vegagerð verða boðin út á næsta ári. Þá eru allar framkvæmdir, sem nefndar eru í stöðugleikasáttmála, ýmist í uppnámi eða óvissu. Vonir um að eitthvað færi í gang nú í haust hafa brugðist. 8.10.2009 18:41
Lífeyrissjóðirnir svipað öflugir og olíusjóðir Norðmanna Fjármálaráðherra mælti fyrir mesta kreppu fjárlagafrumvarpi lýðveldistímans á Alþingi í dag þar sem stefnt er að því að minnka hallann á ríkissjóði um hundrað milljarða króna. Ráðherrann segir allar forsendur til að Íslendingar vinni sig út úr vandanum á fjórum árum. Til að mynda séu sjóðir lífeyrissjóðanna svipað öflugir og olíusjóður Norðmanna. 8.10.2009 18:31
Nær til 90% þjóðarinnar þrátt fyrir breytinguna Ari Edwald útgáfustjóri Fréttablaðsins og forstjóri 365 segir fríblaðsformið síður en svo vera dautt þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi dregið saman seglin í frídreifingu hér á landi. Um næstu mánaðarmót verður blaðinu dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorninu, Borgarnesi, Akranesi, Árborg og Reykjanesi, og Akureyri. Á öðrum stöðum mun Fréttablaðið fást í lausasölu á kostnaðarverði. 8.10.2009 18:04
Komin úr öndunarvél Konan sem varð fyrir alvarlegri árás í Hörðalandi í Fossvogi gærmorgun er á batavegi. Að sögn vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er konan komin úr öndunarvél. 8.10.2009 17:32
Tveggja ára dómi snúið við í Hæstarétti Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem ákærður var fyrir líkamsárás og rán með því að hafa í félagi við óþekktan mann slegið annan mann nokkrum sinnum í andlitið og rænt hann farsíma og seðlaveski sem í voru 100 þúsund krónur. Áður hafði héraðsdómur dæmt manninn í tveggja ára fangelsi og til þess að greiða stefnanda rúmar sjöhundruð þúsund krónur í bætur. 8.10.2009 16:42
Nauðgaði barnsmóður sinni Fjölskipaður Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem í febrúar á þessu ári var dæmdur í í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og hrottalega líkamsárás gagnvart barnsmóður sinni. Honum var einnig gert að greiða miskabætur að upphæð 662 þúsund krónur. 8.10.2009 16:30
Forseti ASÍ: Ef þið viljið stríð þá munið þið fá stríð Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, telur að launafólk hafi sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir jafn alvarlegri stöðu í efnahags- og atvinnumálum og nú. Hann segir að ef að atvinnurekendur vilji stríð muni þeir fá stríð. Þetta kom fram í ræðu Gylfa á þingi Starfsgreinasambandsins fyrr í dag. 8.10.2009 15:48
Úrskurði Svandísar stefnt að tekjulágum og atvinnulausum Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir harðlega úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um Suðvesturlínu. Að mati bæjarstjórnarinnar er mikilvægri uppbyggingu í atvinnumálum stefnt í tvísýnu með úrskurðinum. Bæjarstjórnin krefst þess að úrskurðurinn verði tafarlaust endurskoðaður því honum sé stefnt gegn tekjulágum og atvinnulausum einstaklingum. 8.10.2009 15:15
Dagur: Meirihlutinn eykur á veggjakrot Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að meirihlutinn í Reykjavík auki á veggjakrot. Fjármunir til aðgerða gegn veggjakroti verði skornir niður úr 156 milljónum króna í 61 milljón króna milli áranna 2008 og 2009. Dagur segir að slíkur niðurskurður eigi sér ekki fordæmi í rekstri borgarinnar. 8.10.2009 14:59
Varað við stormi - björgunarsveitir í viðbragðsstöðu Gefin hefur verið út viðvörun vegna storms, sunnan og vestan til á landinu, í nótt og á morgun. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíkum veðurofsa. 8.10.2009 14:49
Félagsmálaráðherra: Án Icesave verður engin endurreisn Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að án samkomulags um Icesave verði engin endurreisn hér á landi og að tafir á framgngi efnahagsáætlunar stjórnvalda valdi sér vonbrigðum. Hann segir samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vera til stöðugrar endurskoðunar. 8.10.2009 14:37
Jóhanna brýnir mikilvægi ESB aðildar fyrir áhorfendum BBC Það er mjög mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að fá samning við Evrópusambandið sem Íslendingar eru sáttir við, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið. Jóhanna sagði að það væri jafnframt mikilvægt að fá niðurstöðu í sjávarútvegsmálin sem Íslendingar gætu sætt sig við 8.10.2009 14:22
Var á bótum í fjóra mánuði - ekkert benti til endurkomubanns Litháinn Algis Rucanskis var búinn að vera á atvinnuleysisbótum í fjóra mánuði þegar yfirvöld áttuðu sig á því að hann væri hér á landi þrátt fyrir endurkomubann. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunnar, þá sótti Algis um bætur í maí, mánuði eftir að hann rauf endurkomubannið. 8.10.2009 14:17
Umferðarslysum fækkar og skoðun bifreiða stóreykst Umferðarslysum hér á landi hefur fækkað um 16,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Ljóst er að töluverð fækkun á sér stað hvað varðar heildarfjölda slasaðra í samanburði við sama tímabil áranna 2008 og 2009 samkvæmt fréttabréfi Umferðarstofu. 8.10.2009 13:44
Sannfærður um að ESB aðild muni skapa ný atvinnutækifæri Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist vera sannfærður um að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni skapa ný atvinnutækifæri. Hann segir að frjálshyggjutilraun síðustu tveggja áratuga hafi mistekist herfilega og að þjóðin verði áratugi að jafna sig. 8.10.2009 13:42
Miðbaugsmaddaman neitar sök Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. 8.10.2009 13:22
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent