Lífeyrissjóðirnir svipað öflugir og olíusjóðir Norðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2009 18:31 Fjármálaráðherra mælti fyrir mesta kreppu fjárlagafrumvarpi lýðveldistímans á Alþingi í dag þar sem stefnt er að því að minnka hallann á ríkissjóði um hundrað milljarða króna. Ráðherrann segir allar forsendur til að Íslendingar vinni sig út úr vandanum á fjórum árum. Til að mynda séu sjóðir lífeyrissjóðanna svipað öflugir og olíusjóður Norðmanna. Efnahagshrunið olli miklu tekjufalli hjá ríkissjóði, jók útgjöld til ýmissa mála eins og atvinnuleysistrygginga og kostnað vegna gífurlegrar lántöku, þannig að vaxtakostnaðurinn einn verður um 100 milljarðar króna á næsta ári. Halli fjárlaga síðasta árs var yfir 200 milljarðar og um 180 milljarðar á þessu ári. Stefnt er að þvi að eyða hallanum á fjárlögum á fjórum árum þar af um 87 milljarða á næsta ári. Þessu á að ná fram með miklum niðurskurði og skattahækkunum, þar sem fjármálaráðherra segir að þeim lægst launuðu verði hlíft mest. Vandi Íslendinga væri vissulega mikill en góðar forsendur til bata og m.a. hefði lágt gengi krónunnar komið útflutningsgreinum og ferðaþjónustu til góða. Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að ríkisstjórnin væri að fást við ýmis mál, eins og uppstokkun stjórnarráðsins, sem mættu bíða á þeim óvissutímum sem nú ríktu við uppbyggingu efnahagslífsins. Ríkisstjórninni hafi mistekist að setja fram trúverðuga áætlun í ríkisfjármálum. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Fjármálaráðherra mælti fyrir mesta kreppu fjárlagafrumvarpi lýðveldistímans á Alþingi í dag þar sem stefnt er að því að minnka hallann á ríkissjóði um hundrað milljarða króna. Ráðherrann segir allar forsendur til að Íslendingar vinni sig út úr vandanum á fjórum árum. Til að mynda séu sjóðir lífeyrissjóðanna svipað öflugir og olíusjóður Norðmanna. Efnahagshrunið olli miklu tekjufalli hjá ríkissjóði, jók útgjöld til ýmissa mála eins og atvinnuleysistrygginga og kostnað vegna gífurlegrar lántöku, þannig að vaxtakostnaðurinn einn verður um 100 milljarðar króna á næsta ári. Halli fjárlaga síðasta árs var yfir 200 milljarðar og um 180 milljarðar á þessu ári. Stefnt er að þvi að eyða hallanum á fjárlögum á fjórum árum þar af um 87 milljarða á næsta ári. Þessu á að ná fram með miklum niðurskurði og skattahækkunum, þar sem fjármálaráðherra segir að þeim lægst launuðu verði hlíft mest. Vandi Íslendinga væri vissulega mikill en góðar forsendur til bata og m.a. hefði lágt gengi krónunnar komið útflutningsgreinum og ferðaþjónustu til góða. Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að ríkisstjórnin væri að fást við ýmis mál, eins og uppstokkun stjórnarráðsins, sem mættu bíða á þeim óvissutímum sem nú ríktu við uppbyggingu efnahagslífsins. Ríkisstjórninni hafi mistekist að setja fram trúverðuga áætlun í ríkisfjármálum.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira