Þúsundir sjóðsfélaga eiga rétt á skaðabótum 9. október 2009 09:30 Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum. Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum. Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Með nýuppkveðnum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum 18 sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóði Landsbankans var fallist á sameiginlega bótaskyldu Landsbankans og Landsvaka vegna þess tjóns sem sjóðsfélagarnir urðu fyrir við slit sjóðsins. Eru þetta fyrstu dómarnir sem falla eftir bankahrunið þar sem einn af gömlu bönkunum er dæmdur bótaskyldur gagnvart viðskiptavinum sínum. Haukur Örn Birgisson lögmaður hjá ERGO lögmönnum, sem fluttu málin fyrir hönd sjóðsfélaganna, segir að dómarnir hafi áhrif á stöðu allra sjóðsfélaga í peningamarkaðssjóðnum. „Með dómunum var viðurkennd bótaskylda þeirra sjóðsfélaga sem urðu fyrir skerðingu þegar peningamarkaðssjóðnum var slitið. Bótaskyldan nær jafnt til aðila dómsmálanna og annarra sjóðfélaga sem voru í sömu sporum." Hluthafaskírteinishafar í peningamarkaðssjóði Landsbankans voru um 15 þúsund talsins og er því ljóst að bótaskylda Landsbankans og Landsvaka er umtalsverð. „Til að eiga möguleika á því að fá tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms verða sjóðsfélagar hins vegar að beina kröfu að Landsvaka og þrotabúi Landsbankans. Langt er liðið á kröfulýsingarfrest í þrotabú Landsbankans og verða sjóðsfélagar því að bregðast skjótt við." Haukur Örn vill hins vegar ekki fullyrða að tjónið fáist bætt. „Þótt bótaskylda hafi verið viðurkennd með dómi er útilokað að segja hvort og þá hve mikinn hluta tjóns síns sjóðsfélagar munu fá bættan. Eignastaða gamla Landsbankans og Landsvaka mun að lokum ráða því en sjóðsfélagar verða hins vegar að beina kröfum sínum að þessum aðilum til að þær komi til álita. Sjóðsfélagar ættu því að leita sér lögmannsaðstoðar til að koma kröfum sínum á framfæri," segir Haukur Örn. Á vefsíðunni www.sjodsfelagi.is má finna nánari upplýsingar um stöðu sjóðsfélaga gagnvart hinum bótaskyldu aðilum.
Tengdar fréttir Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03 Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22 Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Fallist á varakröfu í Landsvakamálinu upp að vissu marki Héraðsdómur féllst í dag á kröfu handhafa hlutdeildarskírteina hjá Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Landsbankinn var sýknaður af aðalkröfu stefnandans en dómurinn féllst á varakröfu stefnenda, upp að vissu marki. 7. október 2009 13:03
Landsvaki ósammála niðurstöðu héraðsdóms Landsvaki lýsir sig ósammála niðurstöðu dóms sem féll í dag í máli átján einstaklinga sem stefndu Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans. Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda og eru forsvarsmenn Landsvaka ósammála því. Í yfirlýsingu frá Landsvaka segir að samkvæmt dómnum hafi Landsvaka borið að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. 7. október 2009 16:22
Dæmt í peningamarkaðssjóðsmálum í dag Fyrstu dómarnir í máli gegn einum af gömlu bönkunum verða kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Niðurstaðan mun hafa fordæmisgildi. 7. október 2009 12:18