Innlent

Úrskurði Svandísar stefnt að tekjulágum og atvinnulausum

Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir harðlega úrskurði Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um Suðvesturlínu. Að mati bæjarstjórnarinnar er mikilvægri uppbyggingu í atvinnumálum stefnt í tvísýnu með úrskurðinum. Bæjarstjórnin krefst þess að úrskurðurinn verði tafarlaust endurskoðaður þar sem honum sé stefnt gegn tekjulágum og atvinnulausum einstaklingum.

Bæjarstjórnin samþykkti nýverið ályktun einróma þar sem þetta kemur fram. Þar segir að skatttekjur í sveitarfélögum á Íslandi á hvern íbúa séu lægstar í Reykjanesbæ og atvinnuleysi þar sé mest á landinu. „Þessi napri veruleiki gæti breyst til hins betra, bæði í störfum og launum, um næstu áramót með fyrirhuguðum stórverkefnum á sviði  álvinnslu. Undirbúningur hefur staðið yfir s.l. 5 ár og fyrirhugað var að hefja að fullu mannaflsfrekar framkvæmdir eftir 3 mánuði. Þúsundir manna fá þá að nýju atvinnu.“

Bæjarstjórnin telur að öllu þessu sé nú teflt í tvísýnu með ákvörðun umhverfisráðherra. „Ákvörðuninni er stefnt gegn tekjulágum einstaklingum og atvinnulausum. Bæjarstjórn krefst þess að þessi ákvörðun verði tafarlaust endurskoðuð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×