„You ain´t seen nothing yet“ 8. október 2009 18:49 Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet.... Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet....
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira