Fleiri fréttir

Óljóst hvort Borgarahreyfingin lifi út kjörtímabilið

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar íhuga enn hvort þeir hyggist starfa áfram fyrir hreyfinguna eftir miklar deilur um lög og framtíð hennar á landsfundi í gær. Stjórnmálafræðingur segir skipulags-og reynsluleysi einkenna flokkinn og ómögulegt sé að segja til um hvort hann lifi út kjörtímabilið.

Biðja um hjálp við að bera kennsl á látinn mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að bera kennsl á karlmann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Ekkert er vitað um tildrögin, en unnið er að rannsókn málsins.

Hulda starfar einungis í nokkrar vikur í heilbrigðisráðuneytinu

Í síðustu viku var tilkynnt að Hulda Gunnlaugsdóttir myndi taka að sér tímabundna verkefnisstjórnun í heilbrigðisráðuneytinu. Áður hafði verið tilkynnt að hún myndi taka sér ársleyfi frá störfum sem forstjóri Landspítalans en brotthvarf hennar hefur vakið vangaveltur en innan við ár síðan hún tók við sem forstjóri spítalans.

Dorrit ofarlega á lista yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga

Dorrit Moussaieff forsetafrú er í áttunda sæti á lista Time fréttaritsins yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga. Í tímaritinu er því lýst hversu hugmyndarík hún sé og hversu dugleg hún sé að vekja athygli á ýmsu sem Ísland hafi upp á að bjóða, eins og Omega 3 töflur, Latabæ, hnéaðgerðir, heilsulindir vatn á flöskum og lambakjöt. Þá liggi hún almennt ekki á skoðunum sínum.

Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistari

Skáksveit Salaskóla í Kópavogi hefur tryggt sér Norðurlandameistaratitil grunnskóla í skák þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Sveitin hefur unnið allar viðureignir sína og á nú aðeins eftir að keppa við aðra sveit heimamanna, en Svíar sendu tvær sveitir til keppni. „Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistaratitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek,“ segir á heimasíðu Salaskóla.

Ekki búið að bera kennsl á hinn látna

Ekki er búið að bera kennsl á ungan mann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögregla telur að maðurinn hafi verið á þrítugsaldri. Ekkert er vitað um tildrög, en unnið er að rannsókn málsins.

Segja skýrslu vistheimilisnefndar lögfræðilegan orðaleik

Fólk sem var vistað á Kumbaravogi í æsku er afar ósátt við þann hluta skýrslu vistheimilisnefndar sem fjallar um Kumbaravog. Þau vilja að þessi tiltekni hluti skýrslunnar verði endurskoðaður. Þau segja að játning manns hjá lögreglu um kynferðisbrot hafi verið dregin í efa í skýrslunni. Skýrslan er lögfræðilegur orðaleikur, að mati Maríu Halldórsdóttur.

Þríeykið ákveður sig í vikunni

„Ég reikna með að við finnum út úr þessu einhvern tímann í næstu viku,“ segir Þór Saari. Þingmenn hreyfingarinnar íhuga nú eftir dramatískan landsfund hvort þeir muni starfa áfram fyrir Borgarahreyfinguna.

Lélegir stjórnmálamenn leita á náðir AGS

„Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið,“ segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fann 12 ára gamalt skoskt flöskuskeyti

12 ára flöskuskeyti frá Peterhead í Skotlandi fannst í höfninni í Austur Landeyjum í gær. 19 ára gröfumaður sem fann það segist alltaf hafa dreymt um að finna flöskuskeyti og náði í sendandann.

Vonar að þingmennirnir starfi áfram fyrir Borgarahreyfinguna

Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri Borgarahreyfingarinnar á fyrsta landsfundi hennar sem haldinn var í gær. Þrír þingmenn hreyfingarinnar gengu út af fundi eftir að lög voru sett var þvert á vilja þeirra. Valgeir segist vona að þingmennirnir þrír haldi áfram að starfa fyrir Borgarahreyfinguna.

Hlaut viðurkenningu sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit

Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hlaut í gær formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá samtökum alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna úttektarteymi frá samtökunum hefur undanfarna daga verið með sveitinni á strangri þriggja daga æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem lauk í gær.

Fannst látinn í Reykjavíkurhöfn

Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um níuleytið í morgun um að maður væri í sjónum í Reykjavíkurhöfn. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn látinn.

Óvenjulegum hitatölum spáð

Óvenjulegar hitatölur munu sjást víða norðaustanlands í dag en þar spáir Veðurstofan allt að 25 stiga hita. Á heimasíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, kemur fram að hlýjast hafi mælst 26 gráður í september. Það hafi gerst þann 12. september árið 1949 á Dalatanga. Um 40 árum síðar varð svo nærri því jafn hlýtt á sama stað.

Líkir íslenska bankahruninu við fjársvik Madoffs

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segir í viðtali við breska blaðið Sunday Times að líkindi séu með íslenska bankahruninu og svikabrögðum hins alræmda fjársvikamanns Bernard Madoff.

Tíðindalítil nótt hjá lögreglumönnum

Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti víðs vegar um landið. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík en lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbænum. Tveir voru stöðvaðir undir morgun grunaðir um ölvunarakstur.

Laug til um hnífaárás á Selfossi

Karlmaður á tvítugsaldri laug að lögreglu þegar hann sagði tvo menn hafa ráðist á sig fyrir aftan verslun N1 á Selfossi í fyrrinótt og veitt sér áverka í andliti. Þetta gerði hann til að forðast frekari vandræði eftir að vasahnífur slæddist í andlit hans í unglingasamkvæmi í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu umrædda nótt.

40 kindur drukknuðu

Hátt í 40 ær og lömb drukknuðu seinnipartinn í gær þegar verið var að reka féð yfir á en varið var að smala fénu í Hraunsrétt í Aðaldal. Að sögn lögreglunnar á Húsavík voru ekki mikilir vatnavextir í ánni og óljóst hvað olli óhappinu.

Valgeir hlaut flest atkvæði hjá Borgarahreyfingunni

Niðurstöður í stjórnarkjöri á landsfundi Borgarahreyfingarinnar liggja fyrir eftir dramatískan dag. Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði. Atkvæðisrétt í stjórnarkjörinu höfðu 658 félagar en 111 greiddu atkvæði eða um 17%.

Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg

Embætti sérstaks saksóknara hefur nú samið við yfirvöld í Lúxemborg og Bretlandi um aðgengi að gögnum og framkvæmd rannsóknaraðgerða. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá stöðu geta komið upp að einstaklingur sem er viðriðinn bankahrunið hér á landi hafi einnig gerst brotlegur í Bretlandi.

Fluttur á slysadeild eftir bifhjólaslys

Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Hringbraut á áttunda tímanum í kvöld. Litlar upplýsingar fengust hjá lögreglu og slökkviliði um líðan mannsins eða um aðdraganda slyssins , en lögreglumenn eru enn á staðnum. Að sögn sjónarvotta virðist ökumaðurinn hafa ekið á ljósastaur.

Skýrsla vistheimilisnefndar hvítþvottur og yfirklór

Þrír einstaklingar sem voru á vistheimilinu á Kumbarvogi á síðustu öld eru afar ósátt við skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í vikunni og kalla hana hvítþvott og yfirklór. Þau munu á mánudag krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, láti endurskoða skýrsluna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Magnús hættir í bankaráði Seðlabankans

„Þar sem störf mín hafa nú opinberlega verið tortryggð með ómaklegum hætti hef ég ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að mér verði veitt lausn frá störfum sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands,“ segir Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum.

Enginn með allar tölurnar réttar í lottóinu

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn fimmfaldur næst og stefnir í 35 milljónir. Einn heppinn var með allar tölurnar réttar í jókernum og fær að launum tvær milljónir. Lukkumiðinn var keyptur í Shell, Gylfaflöt.

Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum

Grænlenskir listamenn tróðu upp á Bessastöðum í dag. Um var að ræða kórinn Erinnap Nipaa frá Qaqortoq, en tilgangur heimsóknarinnar til Íslands er að styrkja menningartengsl landanna í kjölfar aukis sjálfstæðis Grænlands. Kórinn og trommuleikarinn sem fylgir honum ætla að halda þrenna tónleika hér á landi, á Seltjarnarnesi, í Reykjavík og á Akranesi, en Akranes og Kvakor-tog eru vinabæir.

Jákvæðni mikilvæg í garð þeirra sem greinast með krabbamein

„Mikilvægast er að vera jákvæður í garð aðstandenda sinna sem greinast með krabbamein," segir Randver Þorláksson leikari en konan hans greindist í tvígang með sjúkdóminn. Krabbameinsfélagið kynnti fjölda félaga fyrir bæði krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra í dag.

Kveiktu í flaki flugvélar á fjölmennri æfingu

Kveikt var í flaki flugvélar að gerðinni Fokker 50 á flugslysaæfingu sem fór fram á Egilsstaðaflugvelli sem lauk á þriðja tímanum í dag. Rúmlega 200 manns tóku þátt í æfingunni. Bjarni Sighvatsson, æfingastjóri og starfsmaður Flugstoða, segir að æfingin hafi gengið vel en eins og ávallt í umfangsmiklum æfingum koma ýmis atriði fram sem mættu fara betur, að fram kemur í tilkynningu.

Fækkar á Íslandsmeistaramótinu í póker

Á fjórða tímanum í dag voru einungis átta af 180 keppendum fallnir úr leik á Íslandsmeistaramótinu í póker sem hófst í hádeginu á Hilton Hótel Nordica. Keppni verður framhaldið þangað til 18 keppendur standa eftir. Þá verður gert hlé fram til hádegis á morgun.

Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar

Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið.

Ísland í sínu rétta ljósi - myndir

Þegar sólin skín og lýsir upp landið dettur mörgum í hug að draga myndavélarnar úr slíðrum sínum og fanga augnablikið. En þau augnablik sem þá eru fest á filmu gefa ekki alltaf rétta mynd af raunveruleikanum.

Þriggja daga æfingu lokið

Í hádeginu lauk æfingu íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudag á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Viðstaddir æfinguna voru 10 aðilar frá ISARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk þeirra var að meta getu sveitarinnar og í framhaldinu að veita henni vottun sem fullgild alþjóðleg björgunarsveit.

Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu

Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar

Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis.

Bretar senda sérfræðinga til Íslands vegna bankahrunsins

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar ætlar að senda sérfræðinga til Íslands vegna rannsóknar sinnar á bankahruninu hér á landi. Yfirmaður deildarinnar fundaði með Ólafi Haukssyni saksóknara og Evu Joly í Lundúnum í gær.

Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans

Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar.

200 manns taka þátt í flugslysaæfingu

Rúmlega 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fer fram á Egilsstaðaflugvelli þegar kveikt verður í flugvélaflaki. Markmiðið með flugslysaæfingum er að leiða saman þá viðbragðsaðila sem hafa hlutverki að gegna við hópslys. Æfingin í dag verður sú þriðja sem fram hefur farið í ár.

Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök

Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar.

Ítrekar að greiðslur Landsvirkjunar runnu til sveitarstjórnarmanna

Sigurður Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ítrekar fyrri orð sín um að Landsvirkjun hafi greitt sveitarstjórnarmönnum í hreppnum fyrir skipulagsvinnu. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag kveðst hann vera undrandi á því að núverandi oddviti hreppsins skuli blákalt halda öðru fram.

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Róleg nótt hjá lögreglu

Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Tveir gistu fangageymslur lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir