Innlent

Óvenjulegum hitatölum spáð

Mynd/Auðunn
Mynd/Auðunn
Óvenjulegar hitatölur munu sjást víða norðaustanlands í dag en þar spáir Veðurstofan allt að 25 stiga hita. Á heimasíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, kemur fram að hlýjast hafi mælst 26 gráður í september. Það hafi gerst þann 12. september árið 1949 á Dalatanga. Um 40 árum síðar varð svo nærri því jafn hlýtt á sama stað.

Einar segir ástæðuna fyrir því að svo hlýtt sé nú í september að mjög hlýir loftmassar ættaðir lengst í suðri hafi álpast norður undir Ísland eða yfir Bretlandseyjar. Hann segir ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá gildi á þessum ársíma upp á 27 til 28°C á næstu árum eða áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×