Háværum kröfum um útboð ekki sinnt 28. september 2009 03:15 Enn var hætt við útboð á tölvuþjónustu á vegum bæjarins. Tölvunarfræðingur gagnrýnir ákvörðunina harðlega og sakar meirihlutann um að fela kostnað. fréttablaðið/gva Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira