Háværum kröfum um útboð ekki sinnt 28. september 2009 03:15 Enn var hætt við útboð á tölvuþjónustu á vegum bæjarins. Tölvunarfræðingur gagnrýnir ákvörðunina harðlega og sakar meirihlutann um að fela kostnað. fréttablaðið/gva Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag, með atkvæðum meirihlutans, að fara ekki í útboð á tölvuþjónustu bæjarins. Þess í stað var samningur við fyrirtækið T. Þ. SecureStore framlengdur, en það er í eigu Bjarna Ármannssonar og Arnar Gunnarssonar. Örn er sonur Gunnar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæinn hafa sparað tvær til 2,5 milljónir króna með því að fara þessa leið, en það sé kostnaðurinn við útboð. Könnun hafi sýnt að aðrir væru ekki tilbúnir að greiða lægra verð en SecureStore. Bæjarráð samdi við fyrirtækið í fyrra, en þá hafði það hætt við útboð. Á fundi sínum 30. júní síðastliðinn fól ráðið bæjarstjóra að undirbúa útboð á tölvuþjónustu. Á næsta fundi þar á eftir var honum einnig falið að leita eftir afslætti á öllum fyrirliggjandi samningum. Samningaviðræður við fyrirtækið leiddu til 25 prósenta lækkunar á samningnum og Gísli segist sannfærður um að það sé hagstæðast fyrir bæjarfélagið. Eyjólfur R. Stefánsson, tölvunarfræðingur á Akranesi, kærði ákvörðunina í fyrra til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að ákvörðunin um að falla frá útboði þá hefði ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi stjórnsýsla Akraneskaupstaðar ekki verið án annmarka. Ráðuneytið brýndi fyrir sveitarfélaginu „enn og aftur að gæta að bæði skráðum sem óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins við stjórnsýslu sína“. Eyjólfur segist mjög ósáttur við niðurstöðu bæjarstjórnar nú. Hann segir meirihlutann beita blekkingum; látið sé sem kostnaður við samninginn sé um sex milljónir króna. Raunin sé sú að þar sé bara tekið til hýsingar og afritunar, sem sé brot af heildarkostnaðinum sem nemi um þrjátíu milljónum króna. „Mér er því algerlega misboðið hvernig meirihluti bæjarstjórnar beitir enn á ný blekkingum og útúrsnúningum til að ganga frá eins umdeildum samningi og þessum. Ljóst er að í sambærilegum útboðum hefur kostnaðarlegur ávinningur náðst og ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjóðfélaginu þá ætti ekki síður að vera hægt að gera hagstæða samninga. Skýtur það því svolítið skökku við þegar mikill niðurskurður er á öllum sviðum bæjarfélagsins að þá skuli farið eins kæruleysislega með fjármuni bæjarsjóðs eins og gert er í þessu máli.“ kolbeinn@frettabladid.is gísli S. einarsson
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira