Konan sem var handtekin fyrir að ráðast með eggvopni á 5 ára gamla stelpu á Suðurgötunni í Keflavík eftir hádegi í dag var að hefna sín á foreldrum stelpunnar samkvæmt heimildum Vísis.
Eftir því sem Vísir kemst næst höfðu foreldrar stelpunnar gefið skýrslu hjá lögreglunni eftir að hafa orðið vitni að því þegar að konan, sem er 22 ára gömul, skemmdi vélhjól sem varð á vegi hennar. Þá hafi þau einnig upplýst lögregluna um að konan hafi brotið rúðu í húsi.
Litla stelpan er á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og verður þar undir eftirliti fram til morguns.
