Skoðar hertar reglur til að stöðva netníð 28. september 2009 06:00 Engin úrræði eru í íslenskum lögum til að taka á ólöglegri birtingu persónuupplýsinga á erlendum vefsíðum, að mati Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar. Fréttablaðið/Vilhelm Réttarfarsnefnd mun skoða hvort breyta eigi lögum til að taka á ólöglegri birtingu persónuupplýsinga á netinu í kjölfar ábendinga Persónuverndar, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. „Þetta er áhugaverð ábending og brýnt að taka þetta upp. Það veit það hver sem hefur farið inn á síður eins og ringulreid.is. Ég hef fengið til mín foreldra sem voru örvilnaðir vegna þess að úrræði vantar til að stöðva birtingu á netinu,“ segir Ragna. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sendi dómsmálaráðherra bréf á dögunum þar sem lagt var til að dómstólar fengju völd til að loka fyrir aðgengi íslenskra netnotenda að síðum sem brjóta gegn persónuverndarsjónarmiðum, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Fjarskiptafyrirtækin ákváðu nýlega að loka fyrir aðgang að netsíðunni ringulreid.org, sem er vistuð erlendis en haldið úti af íslenskum aðilum. Þar birtust reglulega myndir af fáklæddum barnungum stúlkum og drengjum, og jafnvel upplýsingar á borð við símanúmer og netföng. Verði hugmyndir Persónuverndar að veruleika getur lögregla krafist þess að lokað sé fyrir viðlíka síður. Þá munu dómstólar fjalla hratt um málið og ákveða hvort lokað verður fyrir síðurnar. „Þetta er málefni sem þarf að taka til athugunar, og mjög gott að Persónuvernd vakti máls á þessu með þessum hætti,“ segir Ragna. Hún segir þá leið virðast skynsamlega sem Persónuvernd leggi til, og því rétt sé að skoða hana nánar. Í málum af þessu tagi togast á tjáningarfrelsið og persónuverndarsjónarmið, og því eðlilegt að vald til að grípa í taumana liggi hjá dómstólum, segir Ragna. „Mannréttindin eru þannig úr garði gerð að einstaklingur má ekki beita sínum mannréttindum þannig að hann gangi á réttindi annarra. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við tjáningarfrelsið ef augljóslega er verið að brjóta gegn réttindum annarra, eins og hefur borið við á ýmsum síðum,“ segir Ragna. Persónuvernd á netinu hefur einnig verið til skoðunar á hinum Norðurlöndunum, og verður norræn ráðstefna um málefnið haldin í Reykjavík 19. nóvember í Háskóla Íslands. brjann@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Réttarfarsnefnd mun skoða hvort breyta eigi lögum til að taka á ólöglegri birtingu persónuupplýsinga á netinu í kjölfar ábendinga Persónuverndar, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. „Þetta er áhugaverð ábending og brýnt að taka þetta upp. Það veit það hver sem hefur farið inn á síður eins og ringulreid.is. Ég hef fengið til mín foreldra sem voru örvilnaðir vegna þess að úrræði vantar til að stöðva birtingu á netinu,“ segir Ragna. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sendi dómsmálaráðherra bréf á dögunum þar sem lagt var til að dómstólar fengju völd til að loka fyrir aðgengi íslenskra netnotenda að síðum sem brjóta gegn persónuverndarsjónarmiðum, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Fjarskiptafyrirtækin ákváðu nýlega að loka fyrir aðgang að netsíðunni ringulreid.org, sem er vistuð erlendis en haldið úti af íslenskum aðilum. Þar birtust reglulega myndir af fáklæddum barnungum stúlkum og drengjum, og jafnvel upplýsingar á borð við símanúmer og netföng. Verði hugmyndir Persónuverndar að veruleika getur lögregla krafist þess að lokað sé fyrir viðlíka síður. Þá munu dómstólar fjalla hratt um málið og ákveða hvort lokað verður fyrir síðurnar. „Þetta er málefni sem þarf að taka til athugunar, og mjög gott að Persónuvernd vakti máls á þessu með þessum hætti,“ segir Ragna. Hún segir þá leið virðast skynsamlega sem Persónuvernd leggi til, og því rétt sé að skoða hana nánar. Í málum af þessu tagi togast á tjáningarfrelsið og persónuverndarsjónarmið, og því eðlilegt að vald til að grípa í taumana liggi hjá dómstólum, segir Ragna. „Mannréttindin eru þannig úr garði gerð að einstaklingur má ekki beita sínum mannréttindum þannig að hann gangi á réttindi annarra. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við tjáningarfrelsið ef augljóslega er verið að brjóta gegn réttindum annarra, eins og hefur borið við á ýmsum síðum,“ segir Ragna. Persónuvernd á netinu hefur einnig verið til skoðunar á hinum Norðurlöndunum, og verður norræn ráðstefna um málefnið haldin í Reykjavík 19. nóvember í Háskóla Íslands. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira