Innlent

Heimssýnarfélag stofnað á Vestfjörðum

Í gær var stofnað Heimssýnarfélag á Vestfjörðum, en félagið berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á stofnfundinum á Hótel Ísafirði var skorað á Alþingi Íslendinga að láta nú þegar vinna að þýðingu á spurningalista Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar að Íslands að Evrópusambandinu.

Í ályktun fundarins segir að það sé óforsvaranlegt að gera ekki öllum landsmönnum kleift að kynna sér á íslensku svo áhrifamikil málsatriði sem í spurningalistanum felist og snerta atvinnulíf og byggðamál um land allt. Tryggja verði að allir landsmenn hafi sömu möguleika til að afla sér upplýsinga og taka þátt í umræðu um þessi mál, óháð tungumálakunnátttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×