Innlent

Höfum verið í nauðsynlegustu björgunaraðgerðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólína Þorvarðardóttir hafnar öllum fullyrðingum um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Mynd/ GVA.
Ólína Þorvarðardóttir hafnar öllum fullyrðingum um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Mynd/ GVA.
„Það varð mikið hrun og gaus upp mikill mökkur. Við erum búin að vera í nauðsynlegustu björgunaraðgerðum á vettvangi," sagði Ólína Þorvarðardóttir þingkona Samfylkingarinnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins sagði hins vegar að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hefði verið aðgerðarlaus, meðal annars í aðgerðum heimilanna. Ríkisstjórnin hefði að vísu beitt sér fyrir inngöngu í Evrópusambandið og að reka Davíð en hefði annars staðið úrræðalaus.

Ólína hafnaði þessum fullyrðingu og benti á að nú hún hefði góða trú um að gripið yrði til blöndu af almennum og sértækum aðgerðum fyrir fólkið í landinu. „Ég ætla að vona það að vísitalan sem verðtryggingin miði við verði breytt," sagði Ólína. Þá verði einnig að huga að þeim sem eru í erfiðustu og þyngstu stöðunni. „Og við verðum að horfast í augu við það að það kostar almenna skattborgara sjálfsagt eitthvað," sagði Ólína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×