Fleiri fréttir

Ríkislögreglustjóri vill sex lögreglustjóra á landinu

Ég get tekið undir þá skoðun að nýframkomin hugmynd þriggja manna starfshóps dómsmálaráðherra um einn lögreglustjóra yfir landinu öllu er afar róttæk, segir Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri við fyrirspurn Vísis. Dómsmálaráðherra kynnti hugmynd starfshópsins fyrir lögreglustjórum í síðustu viku.

Vegagerðarmenn áttu fótum sínum fjör að launa

Fjórir vegagerðarmenn, sem voru að laga vegaskemmdir á Óshlíðarvegi á tíunda tímanum í morgun, eftir mikið grjóthrun þar í nótt, áttu fótum sínum fjör að launa þegar grjót tók að hrynja á ný.

Hús Hreiðars Más málað rautt í nótt

Rauðri málningu var í nótt skvett á heimili Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra hjá Kaupþingi. Þegar myndatökumann Stöðvar 2 bar að garði voru iðnaðarmenn í óða önn að þvo málninguna af húsinu. Hús Hreiðars er eitt af mörgum sem fengið hefur svipaða meðferð á síðustu vikum og síðast í gær gerðu umhverfissinnar svipaða árás á hús Rannveigar Rist forstjóra álversins í Straumsvík.

Ferðamenn staðnir að utanvegaakstri

Björgunarsveitarmenn, sem staðsettir eru á hálendinu í sumar, stóðu í gærkvöldi erlenda ferðamenn að utanvegaakstri, þar sem hann er stranglega bannaður. Þegar var haft samband við lögregluna á Húsavík og ferðaskrifstofuna, sem útlendingarnir tengjast, og hefur lögreglan nú málið til rannsóknar.

Sluppu vel úr bílveltu

Fimm manns sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglu, eftir að jeppi, sem fólkið var í, valt í Öxnadalnum skammt frá Akureyri um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. Jeppinn, sem dró stórt hjólhýsi, var að fara fram úr örðum bíl, sem dró stóra kerru.

Kílóverð á fiski aldrei verið hærra

Meðalverð á íslenskum fiskmörkuðum í síðasa mánuði var hátt í 219 krónur fyrir kílóið, sem er það hæsta sem það hefur orðið í sögu fiskmarkaðanna hér á landi til þessa, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaðanna.

Hestakerra olli töfum á umferð

Töluverðar tafir urðu á þjóðvegi eitt sunnan við Blönduós í gærkvöldi, þegar hestakerra valt aftan úr bíl, sem dró hana. Við það snérist bíllinn þversum á veginum og truflaði umferð í báðar áttir þartil lögregla og björgunarmenn höfðu athafnað sig á vettvangi. Engin hestur var í kerrunni og er verið að kanna hvað olli því að hún valt.

Enn brotist inn í borginni

Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík í nótt, auk þess inn í tvo bíla og inn í hótelherbergi í miðborginni. Dvalargesturinn var ekki í herberginu.

Í ham á Háteigsvegi

Ofurölvi maður var handtekinn á Háteigsveginum í Reykjavík undir morgun eftir að hann hafði gengið berserksgang og brotið framrúður í fjórum mannlausum bílum við götuna. Þjófavarnakerfi bílanna fóru í gang og vöktu vöktu íbúa við götuna með látum, sem sáu hvers kyns var og kölluðu á lögreglu.

Tíu þúsund gætu flúið land

Allt að tíu þúsund manns gætu flutt úr landi á næstu árum umfram þá sem flytjast til landsins vegna kreppunnar að mati Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þetta byggir hann á samanburði við fólksflutninga vegna efnahagsþrenginga á 10. áratugnum og spám um atvinnuleysi. Aukin skuldabyrði gæti orðið til þess að enn fleiri flyttu úr landi.

Blóðtaka en ekki reiðarslag

„Þetta eru góðar ábendingar og stjórnvöld verða að hafa þær í huga,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í hagsögu við Háskóla Íslands, um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar. Þar kemur fram að skuldabyrði landsmanna myndi þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl.

Össur verðmætasta félagið í Kauphöllinni

Össur hf. er verðmætast þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni. Markaðsvirði hlutabréfa Össurar nam rúmum 48 milljörðum króna um mánaðamótin. Næst í stærð er Marel en markaðsvirði þess nemur rúmum 31 milljarði króna. Markaðsvirði Færeyjabanka er rúmir 29 milljarðar. Samanlagt markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni var 192 milljarðar um mánaðamót.

Skiptist ekki á orðum við samflokksmenn

„Á sunnudeginum eftir kosninguna héldum við fund þar sem ýmislegt kom fram. Þremenningarnir vöruðu meðal annars við því að Hollendingar hótuðu að standa í vegi fyrir aðildarumsókn ef ekki yrði skrifað undir Icesave, og þeim finnst tilgangurinn helga meðalið í kosningu sinni. Margir innan hreyfingarinnar eru ósammála þeim í því,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar.

Steingrímur J. flytur Hólaræðu

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flytur hátíðarræðu á Hólahátíð í ár. Hátíðin fer fram helgina 14.-16. ágúst.

Enginn tímarammi um afnám haftanna

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri segist vonast til þess að búið verði að aflétta gjaldeyrishöftum af landinu að fullu eftir tvö til þrjú ár. Hann segist sjálfur ætla að gera hvað hann getur til að aðstæður skapist til þess. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Seðlabankanum í gær þar sem áætlun um afnám haftanna var kynnt.

Fækkar í röðum skrifstofufólks

Innan við fimm prósent félagsmanna í VR skilgreina sig sem skrifstofufólk samkvæmt nýrri launakönnun félagsins. Fyrir fimm árum töldust rúm tíu prósent félagsmanna til skrifstofufólks.

Meiri bílaumferð í júlí en í fyrra

Umferð var meiri í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Heildaraukning í akstri milli ára er rúm sjö prósent. Vegagerðin mælir umferð á sextán stöðum víðs vegar um landið. Mælt er á þremur stöðum á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi, fimm stöðum á Norðurlandi og tveimur á höfuðborgarsvæðinu.

Enn rík óánægja með Icesave

Ekkert samkomulag er í höfn á meðal stjórnarflokkanna um afgreiðslu frumvarps um ríkis­ábyrgð vegna Icesave-samninganna. Heimildir Fréttablaðsins herma að frétt Ríkisútvarpsins í gær um hið gagnstæða hafi farið illa í andstæðinga samningsins í röðum stjórnarliða.

Landsmenn sækja í Lónið

Þeim Íslendingum fjölgar sem sækja heim Bláa lónið. Heimsóknum Íslendinga í Lónið fjölgaði um 26 prósent í júlí sé miðað við sama mánuði í fyrra. Alls fóru 73.800 manns í Bláa lónið í júlí.

Þórður sinnir sérverkefnum

Embætti fiskistofustjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar frá 1. september. Skipunartími er fimm ár.

Klædd lerki, kopar og torfi

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við Skriðuklaustur í Fljótsdal verður klædd lerki, kopar og torfi.

Fleiri útlendingar á hótelunum

Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði um fimm prósent á milli ára. Voru þær 147.900 í júní í ár en 155.800 í sama mánuði í fyrra. Fækkun varð víðast hvar á landinu en fjölgun á Suðurlandi.

Tvö til þrjú ár í fullt haftaleysi

Íslendingar geta verið lausir við gjaldeyrishöft eftir tvö til þrjú ár, að mati Sveins Haralds Øygard seðlabankastjóra. Lausleg áætlun um afnám haftanna var kynnt í gær.

Tryggingastofnun rukkar látinn föður útvarpsmanns

„Mér finnst þetta óþægilegt og skammarlegt," segir útvarpsmaðurinn Þorgeir Ástvaldsson en honum barst bréf frá Tryggingastofnun þar sem faðir hans er krafinn um endurgreiðslu á upp á tæpar 60 þúsund krónur. Faðir hans var 85 ára þegar hann lést í mars á síðasta ári. Því er Þorgeir undrandi enda hefur faðir hans verið látinn í eitt og hálft ár.

Útlán Kaupþings „ógeðfelld“ og „ferleg“

Ógeðfellt og ferlegt eru orð sem stjórnandi lífeyrissjóðs notar til að lýsa útlánum Kaupþings til stærstu eigenda sinna. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir það varla geta talist eðlilegt hvað eigendur fengu mikið að láni í bankanum.

Icesave fer ekki óbreytt í gegnum þingið

Það er engin sátt um það á alþingi að frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave skuldbindinga við Hollendinga og Breta fari óbreytt í gegnum þingið. Sumir stjórnarliðar eru ekki sáttir við núverandi texta og leita samkomulags við stjórnarandstæðinga um fyrirvara, sem meirihluti Alþingis geti sætt sig við.

Slasaður maður í Esjunni

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út klukkan 16:30 vegna manns sem hrasaði á Svínaskarðsvegi í Esju og meiddist á fæti.

Lánabók Kaupþings til rannsóknar hjá skattstjóra

Ríkisskattsstjóri segir ólíklegt að skattayfirvöld hér á landi hefðu fengið sambærilegar upplýsingar við rannsókn mála eins og komu fram í lánayfirliti Kaupþings sem lekið var á netið. Ítarleg rannsókn standi yfir og ný framkomin gögn verði tekin til rannsóknar.

Dýrin í Húsdýragarðinum fá sumarleyfi

Dýrin í húsdýragarðinum eru mörg hver í sumarleyfi þessa dagana, að sögn Unnar Sigþórsdóttur deildarstjóra fræðsludeildar fá dýrin hið minnsta einn mánuð í sumarfrí á ári.

Fjárlaganefnd ætlar að klára Icesave um helgina

Enn er stefnt að því að afgreiða Icesave frumvarpið út úr fjárlaganefnd um helgina. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar segiVið teljum okkur vera komin með öll gögn í þessu máli. „Við færumst ekkert nær sannleikanum varðandi efnahagsforsendur og varðandi lögfræðiálitin. Svo er það bara okkar að höndla hann og það er pólitíski hlutinn eftir og við erum að vinna í honum," segir Guðbjartur.

Ekkert lát á innbrotum

Ekkert lát virðist vera á þeirri innbrotaöldu sem ríður yfir höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Frá því klukkan sjö í morgun hefur lögreglunni borist tilkynningar um tvö innbrot og tvær innbrotstilraunir.

Ekið á tvö börn í Reykjavík í dag

Ekið var á dreng á Baldursgötu í Reykjavík í hádeginu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni slapp drengurinn vel og þurfti hann ekki að leita aðstoðar á slysadeild. Þá var ekið á barn við Landakot nú rétt fyrir fjögur. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málsatvik eða líðan drengsins að öðru leyti en því að hann er með meðvitund.

Tilgangur lánanna var Svíum fullljós

„Þeim var vel ljóst að þessi lántaka var hugsuð til þess að byggja upp öflugan gjaldeyrisvarasjóð en ekki til útgjalda," segir Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar Íslendinga gagnvart Norðurlöndunum.

Flestum finnst lögreglan skila góðu starfi

Um 92% finnst lögreglan skila góðu starfi í sínu hverfi eða byggðarlagi við að stemma stigu við afbrotum, en um 8% finnst lögreglan ekki skila góðu starfi. Þetta sýnir könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ríkislögreglustjóra í aprílmánuði. Könnunin var kynnt fjölmiðlum í dag.

Ekkert um Al Thani í lánayfirliti Kaupþings

Ekkert finnst um lán Kaupþings til sjeiksins Al Thanis frá Katar í lányfirliti bankans sem lekið var á netið fyrir skömmu. Eignarhaldsfélag hans keypti hlut í bankanum undir lok september í fyrra fyrir tuttugu og fimm milljarða króna. Þar með varð hann þriðji stærsti hluthafi Kaupþings.

Lán SÍ til íslensku bankanna tvöfölduðust árið fyrir hrun

Útistandandi lán seðlabankans til íslenskra banka meira en tvöfölduðust á árinu fyrir hrun. Í reikningum bankans sést að frá því í júlí 2007 til september 2008 hækkuðu lán til innlánsstofnana úr tæpum 158 milljörðum í tæpa 455 milljarða. Í júlí, ágúst og september 2008 voru útlán seðlabankans til íslensku bankanna tvöfalt hærri en í sömu mánuðum árið áður.

Kruzenshtern verður í Reykjavík næstu daga

Hið fræga rússneska skip Kruzenshtern mun liggja við höfnina í Reykjavík dagana 6. - 9. ágúst næstkomandi. Skipið mun koma til Íslands, meðal annars til að fagna því að 65 ár eru liðin frá lokum Seinni heimstyrjaldarinnar.

Þvingunaraðgerðir ESB ræddar í utanríkismálanefnd

Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir eru á dagskrá utanríkismálanefndar í dag. Það mun þó vera um praktíska umfjöllun að ræða, þ.e. hvernig þátttöku Íslands í slíkum aðgerðum verði háttað.

Efnahagsástandið mun versna áður en það batnar

Það versnar áður en það batnar. Íslendingar fá nú fyrst fyrir alvöru að finna fyrir efnahagskreppunni, hefur danska blaðið borsen.dk eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. „Það bíður okkur erfiður vetur, þar sem atvinnuleysið getur aukist á ný, en eftir það ættum við að hafa séð það versta," segir Steingrímur.

Forgangur krafna skiptir miklu - myndrænt

„Ég held að margir hafi haldið að ef eignir Landsbankans dygðu fyrir þessum 670 milljörðum, þá væri íslenska ríkið stikkfrí í Icesave. Sú er ekki raunin," segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri gagnavinnslufyrirtækisins Datamarket.

Skvettu málningu á hús Rannveigar Rist

Skemmdarvargar skvettu málningu á hús Rannveigar Rist, forstjóra álversins í Straumsvík, en verknaðarins varð vart í morgun. Skemmdarvargar virðast herja á heimili stjórnenda í stóriðjufyrirtækja þessa dagana því að fyrir rúmri viku var málningu skvett á hús Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Sjá næstu 50 fréttir