Innlent

Fjárlaganefnd ætlar að klára Icesave um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson er bjartsýnn á að meirihluti náist fyrir málinu. Mynd/ GVA.
Guðbjartur Hannesson er bjartsýnn á að meirihluti náist fyrir málinu. Mynd/ GVA.
Enn er stefnt að því að afgreiða Icesave frumvarpið út úr fjárlaganefnd um helgina. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar segist telja að menn séu komnir með öll gögn í þessu máli.

„Við færumst ekkert nær sannleikanum varðandi efnahagsforsendur og varðandi lögfræðiálitin. Svo er það bara okkar að höndla hann og það er pólitíski hlutinn eftir og við erum að vinna í honum," segir Guðbjartur.

Guðbjartur segist vera bjartsýnn á að meirihluti verði fyrir málinu við afgreiðslu þess. „Við treystum á það að menn taki af ábyrgð og festu á þessu. Við höfum svo sem ekkert farið út í höfðataliningu á þessu. Þetta snýst ekkert um það," segir Guðbjarrtur.

Guðbjartur segir að unnið sé að endurskoðun á samningunum og sú vinna hafi verið í gangi undanfarnar tvær vikur. Helst sé verið að tala um að viðhalda svokölluðum Brusselviðmiðum. Þeirri túlkun Íslendinga að það ríki réttaróvissa um þá ábyrgð sem Íslendingar beri verði viðhaldið. Þannig verði hægt að skoða málið að nýju ef breytingar verði gerðar á reglum um tryggingasjóði í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×