Innlent

Kílóverð á fiski aldrei verið hærra

Meðalverð á íslenskum fiskmörkuðum í síðasa mánuði var hátt í 219 krónur fyrir kílóið, sem er það hæsta sem það hefur orðið í sögu fiskmarkaðanna hér á landi til þessa, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaðanna.

Aðeins einu sinni áður hefur verðið farið yfir 200 krónur á kílóið,en það var í nóvember síðastliðinn, þegar það fór í 213 krónur. Þetta háa verð er enn athyglisverðara í ljósi þess að framboðið var líka með meira móti, eða tuttugu og tveimur prósentum meira en í júlí í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×