Innlent

Ekkert lát á innbrotum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekkert lát virðist vera á þeirri innbrotaöldu sem ríður yfir höfuðborgarsvæðið þessa dagana. Frá því klukkan sjö í morgun hefur lögreglunni borist tilkynningar um tvö innbrot og tvær innbrotstilraunir.

Fréttastofa sagði frá því í gær að hátt í 50 innbrot og þjófnaðir hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, sem er talsvert meira en undanfarnar verslunarmannahelgar.

Þá handtók lögreglan mann á sjöunda tímanum í morgun, sem var að reyna að brjótast inn í íbúðarhús í austurborginni. Í poka sem hann hafði meðferðis voru ýmis áhöld til innbrota eins og til dæmis kúbein, og auk þess gríma til að hylja andlitið og gúmíhanskar til að fingraför fyndust ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×