Fleiri fréttir

Átta kálfar drápust í árekstri

Sjö kálfar drápust samstundis og dýralæknir þurfti að aflífa einn til viðbótar, eftir að amerískum jeppa af stærstu gerð var ekið inn í hóp kálfa, sem sloppið höfðu úr girðingu við þjóveginn, rétt austan við Selfoss laust eftir miðnætti.

Leðurjökkum og fjórhjóli stolið í nótt

Lögreglu var tilkynnt um fjögur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komust þjófarnir undan í öllum tilvikum. Brotist var inn á heimili, í pylsuvagn og tvö fyrirtæki. Annað þeira var herrafataverslun, þar sem stolið var mörgum dýrum leðurjökkum. Hitt fyrirtækið var bílasala og þaðan var stolið fjórhjóli, sem þjófarnir óku burt, að sögn vitnis, en ekki er talið að þeir hafi stolið lyklum að bílum, sem eru á sölunni.

Verjendur skila greinargerðum

Mál Jónasar Inga Ragnarssonar og Tinds Jónssonar, sem ákærðir eru fyrir að ætla að framleiða amfetamín í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar skiluðu verjendur greinargerðum þar sem afstaða sakborninganna tveggja til sakarefnisins var skýrð.

Handritin á heimslista Unesco

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur frá 1997 haldið skrá yfir minjar sem þykja hafa sérstakt varðveislugildi fyrir andlegan menningararf mannkyns og nefnist „Memory of the World“, eða „Minni heimsins“. Nú eru 193 minjar í skránni. Handritasafn Árna Magnússonar er fyrstu íslensku minjarnar til að komast í varðveisluskrána.

Össur á undanþágu

Össur er eina fyrirtækið á lista Seðlabanka Íslands sem hefur undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál og hefur stundað viðskipti með krónur erlendis. Fréttablaðið sendi eftirfarandi fyrirspurn til allra fyrirtækja á lista Seðlabankans: Hafið þið verið þátttakendur á markaði með krónur á erlendum mörkuðum?

Færri fá bætur yfir sumarið

Vinnumálastofnun greiddi rúmlega fimmtán þúsund einstaklingum rúmlega 1,7 milljarða króna í atvinnuleysisbætur nú um mánaðamótin að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðumanns greiðslustofu Vinnumálastofnunar.

Fyrrum forstjórar í framboði

Alls gefa níu kost á sér til setu í aðalstjórn Icelandair Group á hluthafafundi sem verður haldinn á morgun, 6. ágúst.

Spretta í túnum góð þrátt fyrir þurrk

„Í rauninni má segja að þessi þurrkur hafi haft merkilega lítil áhrif því sprettan í túnunum er almennt mjög góð,“ segir Valdimar Guðjónsson, bóndi á Gaulverjabæ í Flóahreppi. Nýafstaðinn júlímánuður var óvenju þurr víða um vestan- og suðvestanvert landið. Fara þarf aftur til ársins 1889 til að finna jafn litla úrkomu í júlí, eftir því sem kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Fólksflótti er hættulegastur

Efnahagsmál Mesta hættan við Icesave-samningana liggur í því hversu mjög skuldabyrði landsmanna mun þyngjast ef fólk flýr land í stórum stíl. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Icesave-skuldbindingarnar, sem kynnt var fjárlaganefnd í gær.

Fleiri andvígir aðild að ESB

Fleiri landsmenn eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu en eru hlynntir því, samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir vefsíðuna Andríki.

Vöruskipti jákvæð í júní

Vöruskiptin í júní voru hagstæð um 8,7 milljarða króna. Fluttar voru inn vörur fyrir 32 milljarða en út fyrir 40,7 milljarða. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 212 milljarða króna en inn fyrir 179 milljarða króna.

Óskiljanlegt að verja lögbrot

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að fara þurfi yfir þær reglur sem gilda um aðgang að upplýsingum sem tengjast bankahruninu, í ljósi frétta síðustu daga af lánamálum Kaupþings. Í þeim efnum hafi stjórnvöld brugðist algjörlega.

Eyðsla ferðamanna hefur tvöfaldast í ár

Ferðamenn eyddu um 90 prósentum meira að meðal-tali á Íslandi frá janúar til júlí, en á sama tímabili í fyrra. Mest er aukningin hjá Dönum, um 150 prósent, og skipa þeir sér nú í efsta sæti listans sem Bandaríkjamenn hafa lengst af verið í.

Töldu að lögbannið yrði ekki staðfest

Skilanefnd Kaupþings mat það sem svo að lögbann á fréttaflutning Ríkissjónvarpsins fengist ekki staðfest þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu fjallað ítarlega um málið. Því var ákveðið að falla frá lögbannskröfu á fréttaflutninginn í gær. Þetta kemur fram í upplýsingum frá skilanefnd Kaupþings.

Bankaleynd á ekki að veraskjól markaðsmisnotkunar

efnahagsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það hafi komið sér gjörsamlega í opna skjöldu hve miklar fjárhæðir voru lánaðar til fárra aðila og hugsanlega án nægilegra veða. Það sé hins vegar ánægjulegt að Kaupþing skuli hafa fallið frá fráleitu lögbanni á fréttaflutning Ríkissjónvarpsins um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna Wikileaks.org í síðustu viku. Hún segir að ekki sé hægt að nota bankaleynd til að fela markaðsmisnotkun í samfélagi þar sem krafist er gegnsæis. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í gær.

Bóluefni kostar 380 milljónir

Íslenska ríkið mun greiða rúmar 380 milljónir króna fyrir 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensunni H1N1, þar sem hver skammtur kostar 7 evrur. Bóluefnið mun duga til að bólusetja um helming þjóðarinnar.

Minni umferð en aðrar helgar

Umferð úr höfuðborginni var minni um verslunarmannahelgina en flestar aðrar helgar í sumar, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Vegagerðin hefur tekið saman tölur um umferð frá höfuðborgarsvæðinu frá því síðustu helgina í júní, og var umferð um verslunarmannahelgina minni en um meðalhelgi. Umferðin var mest síðustu helgina í júní, en minnst síðustu helgina í júlí.

Á fimmta tug innbrota kærð

Á fimmta tug innbrota og þjófnaða voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Er það talsvert meira en undanfarnar verslunarmannahelgar. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki, íbúðarhúsnæði, sumarhús og bíla.

Þriðjungur aldrei notað internetið

Einn af hverjum þremur hefur aldrei notað internetið, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Evrópusambandsins. Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Handrit Árna Magnússonar með merkustu minjum heims

Handrit Árna Magnússonar hafa verið skráð á heimslista UNESCO yfir verðmætustu menningarminjar heims. Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir þetta staðfesta mikilvægi safnsins og vekja á því athygli um allan heim.

Talibanar skjóta á Kabúl

Flugskeytaárás var gerð á Kabúl Höfuðborg Afganistans í gærmorgun. Talibanar eru taldir standa á bakvið árásirnar en að minnsta kosti níu flugskeytum var skotið á höfuðborgina rétt fyrir dögun að sögn lögreglu í Kabúl.

Hefðu mátt seljast fleiri miðar

„Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt landslið kemst í lokakeppni stórmóts og því hefðu nú fleiri miðar mátt seljast. En svona er þetta bara, það er auðvitað kreppa og margir sem halda að sér höndum. Leikirnir verða líka sýndir í sjónvarpinu hér heima,“ segir Ragnheiður Elíasdóttir, ritari hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ).

100 útlendingar læra íslensku

Rúmlega 100 manns eru nú á Vestfjörðum til að taka þátt í íslenskunámskeiði á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Nemendurnir á námskeiðinu eru flestir á leið í skiptinám hér á landi, en þó eru um þrjátíu þeirra einfaldlega áhugafólk um íslensku. Íslenskunámskeiðið hófst á mánudag og stendur í þrjár vikur.

Frönsk umræða: Stökkvið í sjóinn - Neyðum Ísland til að borga

Viðtalið við Evu Joly sem birtist um helgina í nokkrum blöðum í nokkrum löndum á sama tíma hefur vakið athygli. Á vefsíðu Le Monde má finna viðtalið við Evu en þar má einnig finna sex blaðsíður af athugasemdum Frakka vegna greinarinnar og stöðu Íslands í alþjóðlegu tilliti.

Indefence lýsa eftir tvítyngdum sjálfboðaliðum

„Nú þurfum við virkilega að sýna samstöðu og nýta öll okkar tengsl við útlenda kunningja og samstarfsaðila til þess að vekja athygli á málstað íslendinga,“ segir Ólafur Elíasson, einn forsprakka Indefence hópsins en þeir leita nú logandi ljósi að tungukunnáttumönnum til þess að leggja hreyfingunni lið.

Ölvaður ökufantur og lyfjaður bílstjóri stöðvaðir

Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í morgun á Reykjanesinu. Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum annan ökumann seinni partinn. Hann var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Hagfræðistofnun: Íslendingar munu flýja

Ljóst er að með Icesave samningunum skerðast lífskjör vegna aukinna skulda. Þetta segir í mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Formaður fjárlaganefndar segir að nefndin verði að meta hvort nauðsynlegt sé að ganga frá Icesave samningunum eða hvort eigi að hafna þeim.

Vegfarendur við Þingvallavatn handtóku ölvaðan ökumann

Fjórtán ökumenn voru teknir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku vegna gruns um fíkniefna- og ölvunarakstur. Einn þeirra ók bifreið sinni út af vegi við Hestvík við Þingvallavatn og var handtekinn af vegfarendum sem höfðu forðað sér naumlega undan því að verða fyrir bifreið þess ölvaða. Annar velti bíl sínum aðfaranótt annars ágúst út fyrir veg við Villingavatn í Grafningi en slapp við meiðsli líkt og sá er lenti út af vegi við Hestvík.

Forseti Íslands kynnti málstað Íslendinga í Kýpur og í Litháen

„Á undanförnum vikum og mánuðum hefur forseti Íslands hitt að máli þjóðhöfðingja og forystumenn allmargra ríkja, m.a. í heimsókn sinni til Kýpur nýverið vegna Smáþjóðaleikanna og Litháen þar sem hann tók þátt í hátíðarhöldum vegna þúsund ára þjóðarafmælis.” Þetta segir í svari forseta Íslands við fyrirspurn fréttastofu um það með hvaða hætti forseti Íslands hafi tekið þátt í að kynna málstað Íslands í Icesave deilunni.

Eldur í efnalaug

Eldur kom upp í efnalauginni við Háaleitisbraut fyrir stundu. Slökkviliðið er komið á vettvang og berst við eldinn. Mikill reykur leggur á frá efnalauginni.

Klukkubúðarán upplýst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að 11/11 rán sé upplýst að fullu. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir í heimahúsi í nótt grunaðir um aðild að málinu. Í kjölfarið var þriðji maðurinn handtekinn.

Hagfræðistofnun gagnrýnir mat á Icesave skuldbindingum

„Mesta hættan liggur í því ef efnahagshremmingar þær sem við glímum nú við verða til þess að fólk flytji úr landi í stórum stíl, slíkt myndi minnka framleiðslu í framtíðinni og þyngja skuldabyrðina enn frekar. Fólskflótti í stórum stíl vegna almennrar ótíðar eykur skuldabyrði þeirra sem eftir sitja“.

Landlæknir segir aðgengi að geðdeildum vera gott

„Það er engin geðdeild á sjúkrahúsinu á Akranesi, en geðdeildarmóttakan í Reykjavík er einnig ætluð öðrum landsmönnum. Hér á landi er aðgengi að geðdeild betra en gengur og gerist í nálægum löndum, að minnsta kosti fyrir þá sem búa í Reykjavík og nágrenni " segir Matthías Halldórsson landlæknir.

Slökkvitæki stolið af Þingvöllum

Brotist var inn í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á Þingvöllum í fyrrinótt. Þaðan var stolið tölvu og búnaði henni tengdum og 6 kílógramma slökkvitæki. Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að nokkuð tjón hafi orðið af þessu en farið var inn með því að brjóta stóra rúðu í húsinu.

Fíkniefnaverksmiðjumálið tekið fyrir í Héraðsdómi

Mál ríkissaksókanra gegn Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu á umtalsverðu magni af amfetamíni í húsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði, en lögregla stöðvaði starfsemina í húsinu í október í fyrra.

Þrjú ný tilfelli af inflúensu A greindust um helgina

Alls hafa verið staðfest þrjú tilfelli af nýrri inflúensu A (H1N1)v yfir verslunarmannahelgina og er því heildarfjöldi staðfestra tilfella samtals 54. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum og ennfremur er þess getið að enginn hafi orðið fyrir alvarlegum veikindum.

Álit Hagfræðistofnunar rætt á fundi fjárlaganefndar í dag

Álit Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á greiðslubyrði vegna Icesave verður tekið fyrir á fundi fjárlaganefndar klukkan tvö í dag. Mikil gagnrýni hefur komið fram um álit Seðlabankans á sama máli, en Seðlabankinn telur að þjóðarbúið sé fyllilega fært um að standa undir greiðslubyrði Icesave samninganna.

Sjá næstu 50 fréttir