Innlent

Reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju

Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu ellefu manns fangageymslur. Töluverð ölvun var í miðbænum og voru fimm teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur.

Fjögur minniháttar líkamsárásarmál komu inn á borð lögreglu. Þá komu upp sex þjófnaðarmál en reynt var að brjótast inn í bíla og íbúðarhús. Þá var einnig reynt að brjótast inn í Árbæjarkirkju og gám sem stóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði.

Að sögn varðstjóra hafði lögregla vart undan að sinna málum sem komu upp og var komið vel undir morgun þegar hlutirnir fóru að róast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×