Fleiri fréttir

Slegist við höfnina á Húsavík

Töluverð ölvun var á Húsavík í nótt og erilsamt var hjá lögreglu vegna bæjarhátíðarinnar Mærudaga sem nú stendur yfir. Stöðva þurfti minniháttar ryskingar sem komu upp við höfnina og tilkynningar bárust lögreglu vegna ölvunar. Tveir bílar voru dældaðir en sá sem það gerði var gripinn stuttu seinna. Hátt í fimmtán hundruð manns eru staddir í bænum yfir helgina og fór hátíðin vel fram að sögn lögreglu.

Rólegt á höfuðborgarsvæðinu

Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan var þrisvar sinnum kölluð til vegna ryskinga milli manna í miðbæ Reykjavíkur. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Engin alvarleg atvik komu þó á borð lögreglunnar en tveir menn fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd

Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Stækkun Evrópusambandsins frá 1957

Í Evrópusambandinu eru 27 lönd. Sambandið á upphaf sitt að rekja til Kola- og stálbandalags Evrópu, sem stofnað var árið 1951. Í bandalaginu voru Ítalía, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Holland, Belgía og Lúxemborg. Árið 1957 skrifuðu löndin undir samning um efnahagslega samvinnu og var þá kominn vísir að ESB.

Seðlabanki Evrópu bakhjarl krónunnar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir fjölmargar leiðir færar fyrir Seðlabanka Evrópu að aðstoða Seðlabanka Íslands í gjaldeyrismálum. „Það má í sjálfu sér ímynda sér margvíslegar leiðir til þess en þær myndu flestar fela í sér með einum eða öðrum hætti að evrópski seðlabankinn stuðlaði að virkum viðskiptum með krónur.“

Mikill fengur að magni og gæðum

„Heyskapur hefur gengið mjög vel sunnanlands og að mestu leyti um vestan- og norðanvert landið. Ég veit hins vegar að uppskeran er minni norðaustanlands enda var þar eitthvað um kal í túnum.“ Þetta segir Sigurður Loftsson, bóndi á Steinsholti í Gnúpverjahreppi og formaður Landssambands kúabænda.

Líta á þetta sem þjóðþrifamál

„Við miðum við að það taki um tíu daga að klára þetta og þetta verður því tilbúið eftir verslunarmannahelgina,“ svarar Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, spurningu um hversu langan tíma það taki fyrir stofnunina að skila áliti um Icesave.

25 til 31 fulltrúi sitji stjórnlagaþingið

Stjórnlagaþing kostar minnst 362,3 milljónir og mest 442 milljónir samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði fram á þingi í gær. Gert er ráð fyrir að starfstími þingsins verði átta til ellefu mánuðir. Kostar hver mánuður um 30 milljónir króna auk þess sem stofnkostnaður verður um 38 milljónir króna. Þriðji kostnaðarliðurinn, um 50 milljónir, er kostnaður við að útbúa og dreifa kynningarefni um frambjóðendur.

Launabarátta sem skilaði sér

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á þriðjudag að greiða flokksstjórum í Vinnuskóla þar í bæ 15 klukkustunda yfirvinnu á tímabilinu júní til júlí. Einnig verður þeim boðið að framlengja ráðningarsamninga sína til 7. ágúst. Þetta var gert til að koma til móts við kröfur flokksstjóranna sem töldu sig hlunnfarna í launamálum.

Enn einn gróðureldurinn

Slökkvilið Grindavíkur barst tilkynning um gróðurelda í mosa, austan Kleifarvatns, um sjöleytið í kvöld. Það kraumar í mosa á svæðinu sem er töluvert utan alfaraleiðar og er slökkvistarf því afar erfitt. Björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðar á vettvangi.

Eldur í Esjunni

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um gróðureld í Esjunni um klukkan hálf átta í kvöld. Um var að ræða gróðureld í lágggróðri og mosa. Eldurinn var nokkuð ofarlega í fjallinu og á töluverðu svæði, slökkvistarfi er nú lokið.

Samtök hinsegin stúdenta við H.Í. skora á utanríkisráðherra

Samtök hinsegin stúdenta við Háskóla Íslands vill, í tilefni af heimsókn utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, lýsa áhyggjum sínum yfir nýlegri löggjöf sem var samþykkt á litháíska þinginu þann 16. júní síðastliðinn. Samtökin skora á Össur Skarphéðinsson, að vekja athygli á afstöðu Íslands til þessa málefnis

Grunnþjónusta lögreglunnar mun ekki skerðast

Yfirbygging lögreglunnar verður minnkuð og tryggt að grunnþjónusta skerðist ekki, segir dómsmálaráðherra. Lögreglumaður fullyrðir að ekki hafi verið hægt að sinna fimm útköllum í fyrrinótt vegna manneklu og anna.

Tenging á milli lána frá NIB til Íslands og afgreiðslu Icesave

„Það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave,“ þetta segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Hann segir það ekki vinabragð hjá Norðurlandaþjóðunum að beita sér með þessum hætti.

Grunnur lagður að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og sönnum lífgæðum.

Vill að reglugerð um einelti verði virt á Alþingi

Samkvæmt reglugerð um meðferð eineltismála sem samþykkt hefur verið af Alþingi þá þarf atvinnurekandi bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending eða kvörtun um einelti á vinnustað en þingkona Borgarahreyfingarinnar tilkynnti í púlti í gær að hún hefði orðið vitni af slíku á Alþingi.

23 með svínaflensu

Síðustu tvo sólarhringana hafa fimm tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 23 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum samkvæmt vef Landlæknis.

Ný nefnd skoðar úrræði fyrir skuldara

Sett verður á fót nefnd til að endurskoða úrræði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum að því er kemur fram í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Krabbameinssjúklingi synjað um greiðsluaðlögun

Hæstiréttur Íslands staðfesti synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á greiðsluaðlögunarbeiðni karlmanns sem þurfti að hætta störfum fyrir þremur árum síðan vegna krabbameins í höfði.

Hefur ekki áhyggjur af afskriftum LÍN lána

„Þetta er náttúrulega ákveðið fagnaðarefni," segir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðsfulltrú Stúdentaráðs, um afnám ábyrgðarkerfis Lánsjóðs íslenskra námsmanna.

Kuldakast í Skagafirði

Það var kuldalegt í morgunsárið þegar íbúar Skagafjarðar vöknuðu en þá blasti við þeim snjór í fjöllum samkvæmt Feykir.is. Í gær snjóðaði á Hveravöllum en ekki var sýnilegur snjór þar í morgun. Á morgun má gera ráð fyrir smá súld en að öðru leyti að birti til og verða skaplegra verður. En hér fyrir neðan er spá Einars Sveinbjörnssonar fyrir helgina.

Ábyrgðarkerfi LÍN afnumið

Ábyrgðarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna var afnumið í núverandi mynd með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í gær.

Brotist inn í Grafarvogi

Brotist var inn í einbýlishús í Grafarvogi seint í gærkvöldi og þaðan stolið miklum verðmætum. Meðal annars tölvum og skartgripum.

Ökklabrotnaði á Fimmvörðuhálsi

Þýsk kona öklabrotnaði á göngu sinni um Fimmvörðuháls í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og gekkst hún undir aðgerð á slysadeild Landspítalans.

Sparkaði í andlit lögreglumanns

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu tóku ölvaðan mann úr umferð í nótt og ætluðu að aka honum heim til hans. Hann varð hins vegar óður í lögreglubílnum og sparkaði í andlit lögreglumanns.

Umferðareftirliti lítið sinnt vegna fámennis hjá lögreglu

„Ég furða mig á orðum dómsmálaráðherra og þetta eru mikil vonbrigði. Við erum búin að biðla til ríkisstjórnarinnar í langan tíma um að koma til móts við okkur með því að draga niðurskurðinn til baka,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, um orð Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í Fréttablaðinu í gær.

Lögreglumenn deyja ungir - partur 3

Lögreglumaðurinn segir undarlega forgangsröðun á fjárlögum til embættisins og lögreglan skuldi nokkrum rannsóknarlögreglumönnum hátt í 200 yfirvinnutíma frá síðasta ári. Að lokum segir hann enga furðu að lögreglumenn deyji ungir.

Lögreglumaður tjáir sig - partur 2

Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið.

Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni

Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum.

Sjá næstu 50 fréttir