Innlent

Sprengjuárás við lögreglustöð í Afganistan í morgun

Hermenn í Afganistan
Hermenn í Afganistan
Sjálfsmorðssprengjuárás varð í morgun við lögreglustöð í borginni Khost sem er í austurhluta Afganistan. Engar fregnir eru af dauðsföllum enn sem komið er en talið er að einhverjir hafi særst í árásinni.

Talibanskir vígamenn eru grunaðir um verknaðinn. Sprengju-og skothljóð hafa borist frá svæðinu og hafa bardagar staðið á milli talibana og afganskra öryggissveita síðustu klukkustundir. Í síðustu viku létu fjórir afganskir öryggisverðir lífið í sprengjuárásum 80 kílómetrum norðvestur af borginni Khost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×