Innlent

ESB-umsókn rædd í Brussel í dag

Umsókn Íslendinga um aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður væntanlega rædd á fundi utanríkisráðhera Evrópusambandsins í Brussel í dag og bíða fylgjendur og andstæðingar umsóknarinnar hér á landi spenntir eftir viðbrögðum við umsókninni á fundinum. Ekki síst hvort ráðherrar einhverra þjóða leggist gegn umsókninni, eða hvort dulbúnar hótanir um lausn Icesave-deilunnar muni koma fram. Ekki er búið að skipa samninganefnd Íslands, en auk hennar þarf að skipa nokkra samningahópa, ef til kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×