Innlent

Reykjanesbraut lokuð til suðurs

Reykjanesbrautin er lokuð að hluta.
Reykjanesbrautin er lokuð að hluta.
Báðar akgreinar á Reykjanesbraut verða lokaðar til suðurs (til Keflavíkur) að mislægum gatnamótum við Ásbraut frá hringtorgi við N1 til klukkan tíu í kvöld. Rampar að og frá Reykjanesbraut verða einnig lokaðir á sama tíma við mislæg gatnamót við Kirkjugarðinn.

Ökumönnum á leið suður er bent á að fara Reykjavíkurveg, áfram Strandgötu. Einnig verður hægt að fara frá hringtorgi við N1 niður Lækjargötu og inn á Strandgötu, en þar verður þungatakmörkunum verður aflétt tímabundið. Reykjanesbraut verður opin til norðurs, í átt að Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×