Innlent

Erilsamt á Góðri stundu

Erill var hjá Lögreglunni á Grundarfirði í nótt.
Erill var hjá Lögreglunni á Grundarfirði í nótt.

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Grundarfirði í nótt vegna ölvunar og óspekta en þar stendur yfir bæjarhátíðin á Góðri stundu. Hátt í tvö þúsund manns eru í bænum vegna hennar.

Tveir menn á tvítugsaldri gistu fangageymslur í nótt vegna slagsmála og ölvunar. Þeir verða látnir sofa úr sér og sleppt í dag. Þá var gist var í fangageymslum lögreglu á Grundarfirði bæði föstudags og laugardagsnótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×