Innlent

Einkafyrirtæki sinnir minniháttar umferðaróhöppum

Einkarekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar fyrir tryggingafélögin sinnir nú minniháttar umferðaróhöppum í stað lögreglunnar. Fyrirtækið sinnti hátt í þrjú þúsund óhöppum í fyrra.

Árið 2007 hætti lögreglan að mestu að sinna minniháttar umferðaróhöppum í borginni. Lögreglan hefur ekki lögbundna skyldu til að sinna þessum málaflokki lengur nema þegar alvarlegri slys verða. Því var fyrirtækið Aðstoð og öryggi sett á fót sem annast nú öll minniháttar umferðaróhöpp á höfuborgarsvæðinu.

Hjá fyrirtækinu starfa þrír starfsmenn sem allir eru lögreglumenn að mennt. Eftir að tilkynning berst neyðarlínu sem lagt hefur mat á alvarleika slyssins er hringt í þá.

Starfsmenn fyrirtækisins eru verktakar hjá tryggingafélögunum en þjónustan er fólki að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×