Innlent

Góð síldveiði austur af landinu

Góð síldveiði er nú úr norsk-íslenska síldarstofninum austur af landinu og hafa skipin fengið allt upp í 800 tonn eftir fimm til sex klukkustunda tog með flottrollum. Sum skip vinna aflann um borð til manneldis og landa honum frystum, önnur koma með síldina kælda að landi þar sem hún er unnin til manneldis í frystihúsum og nokkur bera síldina að landi til bræðslu, sem gefur minna af sér í útflutningsverðmæti. Veiðisvæðið er nú djúpt austur af Héraðsflóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×