Innlent

Færð á vegum: Mótorhjólamenn beðnir að aka ekki um Þrengslin

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. Mynd/ GVA
Vegna vegavinnu við Þrengslaveg eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og er vélhjólaökumönnum bent á að aka frekar veginn um Hellisheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á morgun verður verður önnur akgrein Reykjanesbrautar til suðurs, til Keflavíkur, lokuð frá hringtorgi við N1 í Hafnarfirði vegna fræsinga og afrétttingar frá 04:00-9:00. Frá klukkan 9:00 til 22:00 verðar báðar akgreinar lokaðar til suðurs, til Keflavíkur, að mislægum gatnamótum við Ásbraut frá hringtorgi við N1. Rampar að og frá Reykjanesbraut verða einnig lokaðir á sama tíma við mislæg gatnamót við Kirkjugarðinn.

Ökumönnum á leið suður er bent á að fara Reykjavíkurveg, áfram Strandgötu. Einnig verður hægt að fara frá hringtorgi við N1 í Hafnarfirði niður Lækjargötu og inn á Strandgötu. Vanalega eru þungatakmarkanir á þeirri leið en þeim verður aflétt tímabundið. Reykjanesbraut verður opin til norðurs.

Vegir eru greiðfærir um allt land en þó eru þungatakmarkanir á örfáum leiðum. Akstursbanni vegna aurbleytu hefur nú verið aflétt af öllum hálendisleiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×